Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 71
Skímir Nýja Testamentis-þýðing Jóns Vídalíns 63
Komið hingað, allir þér, sem erfiði drýgið og þunga eruð þjáðir, hann
vill endumæra yður.
Ny kgl. S. 10, fol. Komið til mín, allir þér, sem erfiðið og af byrði
þvingaðir, og skal ég hvíla yður.
GÞ. Komið til mín, allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, ég
mun endumæra yður.
Steinn. Komið hingað til mín allir, sem erfiðið og eruð þunga þjáðir,
og ég vil láta yður hvílast.
VP, bls. 24. Matt. 23: 2—3. Á Móisis stóli sitja skriftlærðir og farí-
sei. Allt, hvað þeir segja yður að varðveita, það varðveitið og gjörið, en
eftir þeirra verkum skuluð þér ekki gjöra, þvi þeir tala og gjöra ekki.
Ny kgl. S. 10, fol. ... yfir Mósis stólum sátu skriftlærðir og phari-
sæi. Þar fyrir, allt hvað þeir bjóða yður að varðveita, (það) varðveit-
ið og gjörið, en eftir þeirra verkum gjörið eigi, því þeir bjóða og gjöra
eigi.
GÞ. Á Móyses stóli sitja skriftlærðir og pharisei. Allt, hvað þeir segja
yður, þér skulið halda, það haldið og gjörið, en eftir þeirra verkum
skulu þér eigi gjöra, þvíað þeir segja það og gjöra eigi.
Steinn. Á Móses stóli sitja skriftlærðir og pharisæi. Allt það, er þeir
segja yður, að þér skulið halda, það haldið og gjörið, en gjörið ekki
eftir þeirra verkum, því þeir segja og gjöra ekki.
VP, bls. 25. Matt. 24:38—39. Þeir átu og drukku, þeir giftust og
sig gifta létu allt til þess dags, að Nói gekk inn í örkina, og þekktu ei
flóðið, fyrr en það kom og tók þá alla í burtu.
Ny kgl. S. 10, fol. ... etandi og drekkandi, giftust og giftu, allt til
þess dags, er Nói (Noa Lhs. 188, fol.) inngekk í örkina, og þeir vissu
eigi, þar til flóðið kom og tók alla.
GÞ. ... að þeir átu, þeir drukku, þeir giftust og létu gifta sig, allt
til þess dags, á hverjum Nói gekk í örkina, og þeir sættu þvi ekki,
þar til að flóðið kom og tók þá alla í burt.
Steinn. ... átu og dmkku, kvonguðust og giftu dætur burt, allt til
þess dags, er Nói gekk inn í örkina, og þeir gáfu ei gætur að, þar
til flóðið kom og tók alla í hurt.
VP, bls. 285—6. Matt. 25 : 34—40. Komið þér, blessaðir míns föður,
og eignizt það ríki, sem yður var tilbúið frá upphafi veraldar, því að
hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég, og þér gáf-
uð mér að drekka, gestur var ég, og þér hýstuð mig, nakinn var ég, og
þér klædduð mig, sjúkur var ég, og þér vitjuðuð mín, í myrkrastofu
var ég, og þér komuð til mín. Þá munu hinir réttlátu svara honum og
segja: Herra, hvenær sárnn vér þig hungraðan og söddum þig, eða þyrst-
an og gáfum þér að drekka? Eða hvenær sáum vér þig gestkominn og
hýstum þig, eða nakinn og klæddum þig? Eða hvenær sáum vér þig