Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 247
Skírnir
Ritfregnir
237
rómverska ríkis. Heimsmálin og heimsbókmenntimar munu ekki þykj-
ast þurfa að verja rétt sinn til að bola smátungum af sviðinu, þótt
hægt sé farið.
Á síðustu 50 árum mun heldur hafa verið afturför en sókn í námi
elztu stiga nýmálanna í ameriskum háskólum. Doktorar í enskum fræð-
um, einkum enskum hókmenntum, láta sér nú nægja að læra forn- og
mið-ensku, kannske með hangandi hendi, þar sem þeir myndu um alda-
mót sennilega hafa lesið eitthvað í öllum fomgermönsku málunum,
þar á meðal íslenzku. Ástæðan er ekki sú, að þeir lesi meiri miðalda-
latínu, heldur hin, að þeir nema ekki staðar við Chaucer og Shakespeare
i sínum eigin bókmenntum, heldur lesa nú hókmenntirnar fram til
loka 19. aldar a. m. k. og kannske meir. Auk þess eru þeir nú, einkum
eftir þetta síðasta stríð, famir að lesa sínar eigin amerísku bókmenntir.
Með þriggja til fjögra ára námi er ekki von til að þeir hafi tíma til
að læra hin fornmálin, þar sem áhugi á málanámi er auk þess mjög
af skornum skammti.
Til þess að bæta úr málaskortinum hafa fræðimenn í miðaldabók-
menntum tekið saman safnrit í þýðingum til þess að gefa nemendum
sínum nokkra hugmynd um hókmenntimar, hvort sem þær em á latínu
eða þjóðmólunum. 1 slikum söfnum hafa íslenzkar sögur stundum flotið
með; þannig birti Miss M. Schlauch Friðþjófssögu og Gunnlaugssögu í
Medieval Narrative, sem hún gaf út fyrir nokkrum áram (1934).
En í safni því hinu mikla og nýja, sem hér er nefnt, er Gylfaginning
Snorra ein fulltrúi íslenzkra bókmennta. Situr hún þar á bekk með
írskum „sögum“, sem allmjög era frábragðnar hinum íslenzku, þótt fræði-
menn hafi dubbað þær þessu heiti íslenzku sagnanna. Af germönskum
málum eru hér þýdd: Béowulf (kaflar) og nokkur önnur kvæði úr forn-
ensku, NiflungaljóS og nokkrir þýzkir mansöngvar (Minnesdnge). Hitt
era þýðingar úr latínu og rómönskum málum, frá hinum elztu apókrýf-
isku ritum biblíunnar til Dantes. Er þetta mjög auðugt safn og af kunn-
áttu valið; er mjög gott að lesa það með bók Curtiusar.
Það hygg ég, að íslenzkir stúdentar við háskólann ættu ekki að kom-
ast hjá því að lesa Curtius, og væri þá gott fyrir þá að hafa þetta þýð-
ingasafn til samanburðar.
Stefán Einarsson.
Saga Islendinga, sjöunda bindi, tímabilið 1770—1830, upplýsingaröld,
samið hefur Þorkell Jóhannesson. tJtgefandi Menntamálaráð og Þjóð-
vinafélagið, Reykjavík 1950.
Við Islendingar höfum átt furðanlega fáa athafnasama sagnfræðinga
á síðustu áratugum, og allar okkar stúdínur hafa sneitt vendilega hjá
því að tigna drottningu húmanistiskra fræða. Þetta er allfurðulegt fyrir-
bæri og illt til afspurnar, en á sér auðvitað eðlilegar orsakir, sem hér
gefst enginn kostur að ræða. Góð sagnfræðirit krefjast mikillar vinnu