Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 148
138
Haraldur Matthiasson
Skímir
á Másstöðum veríð fluttur þangað, sem hörgurinn var, af
því að auðveldara hefði verið að nytja landið þaðan. Þetta
er aðeins munnmæli, og geta þau vel verið sprottin af ágizk-
un einni, en ekki er sagan ótrúleg, sé miðað við staðhætti.
Hörgsholt er mjög miðleiðis milli Berghyls og Másstaða, og
þar er að öllu leyti betra bæjarstæði en á Másstöðum, og
bærinn er vel settur í landareigninni. Þó ber að sjálfsögðu
að treysta varlega munnmælum um svo löngu liðna atburði.
Þess er þó að geta, að árið 1888 fannst í jörð í Hörgsholti
tóft, er hugsanlegt þótti, að væri leifar af hörg þeim, er á
að hafa staðið þar.1) Eflaust hefur bærinn á Másstöðum
verið fluttur snemma. Hans er hvergi getið í fornum heim-
ildum. Hörgsholts er fyrst getið í máldaga Hrunakirkju frá
1331.2) Þar eru m. a. taldir þeir bæir, er eigi söng og gröft
að Hruna. Einn þeirra er Hörgsholt. Másstaða er þar ekki
getið, en að sjálfsögðu hefðu þeir einnig átt söng og gröft að
Hruna, hefðu þeir þá verið í byggð. Þeir hafa því vafalaust
verið komnir þá í eyði, líklega fyrir löngu. Gæti jafnvel ver-
ið, að bærinn hefði verið fluttur að Hörgsholti þegar að
Mávi látmun. Bær Bröndólfs, Berghylur, er enn í byggð.
Er það góð jörð.
19. Þorbjörn jarlakappi hét maSr, norrœnn oð kyni. Hann
fór ór Orkneyjum til Islands. Hann keypti land í Hruna-
mannahreppi at Mávi NaddöSarsyni allt fyrir neSan Sels-
lœk á milli Laxár ok bjó at Hólum.
Landnámstakmörk Þorbjarnar eru ekki með öllu viss.
Stóra-Laxá markar land hans á tvo vegu, að austan og fram-
an. Að utan hefur land hans náð út að Litlu-Laxá. En Sels-
lækur þekkist nú ekki. Er því eigi víst, hve langt upp eftir
landnám hans hefur náð. Br. J. og E. A. álíta, að Litla-Laxá
sé Selslækur.3) Br. J. segir þó um leið, að af henni verði ekk-
ert um það ráðið, hvar mörk hafi verið milli þeirra Más og
Þorbjamar. Þessi ágizkun virðist mér næsta ósennileg. Öhugs-
andi virðist, að Iitla-Laxá hafi nokkurs staðar skipt löndum
1) Árbók Fomleifafélagsins 1900, 28.—29. bls.
2) Dipl. IsL, II., 664. bls.
3) Árb. Fomleifafél. 1905, 36. bls., og Landn., útg. 1948, uppdr.