Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 156
146
Haraldur Matthíasson
Skirnir
hnúk, liggur rétt fyrir ofan Gyldarhaga, nákvæmlega eins
og segir í Landnámu. Landamerki milli Lauga og Jötu, sem
er fremsti bær í landnáminu austanverðu, liggja einmitt of-
anvert við Gyldarhaga og í Ingjaldshnúk. Er mjög eðlilegt
landslags vegna, að landamerkin hafi einmitt verið sett
þarna, því að hæðir og ásar skera sveitina þar sundur að
miklu leyti. Landslagið afmarkar því glöggt landnám þeirra
feðga, enda er það oft aðgreint frá framsveitinni í daglegu
tali og kallað „fyrir ofan skörð“, en framsveitin „fyrir fram-
an skörð“. Enn fremur er þess að geta, að út við Hvítá ligg-
ur sjónhendingarlínan um Haukholtagil, en það er lítill læk-
ur, sem er í mörkum milli Skipholts og Haukholta, en Hauk-
holt eru fremsti bær í landnámi þeirra feðga vestanverðu.
Þau mörk falla því einnig saman við sjónhendinguna, þó að
sumstaðar séu frávik eftir landslagi. Ingjaldshnúkminn
er 384 m. hár. Tekur hann upp úr hálendinu þar í kring.
Er hann auðkenndur utan frá Stakksá og því öruggasta
kennileitið til að miða við þaðan.
Mér var forvitni á, hversu langt áðurnefnd sjónhendingar-
lína væri frá landamörkum milli Lauga og Jötu, og aflaði
ég mér landamerkjabréfs fyrir Laugar. Sá hluti þess, er hér
skiptir máli, hljóðar þannig, samkvæmt staðfestum útdrætti
úr landamerkjabók Ámessýslu:
„Hornmark að vestan er Gráskjóni, þaðan ræður bein
stefna í vörðu á Vikarholti, sem er annað hornmark, þaðan
sjónhending í vörðu á Háhnúk, sem er þriðja hornmark.“
Landamerkjabréf þetta er að vísu ekki gamalt. Það er dag-
sett 4. júní 1885, en landamerkin em vafalaust miklu eldri
og sennilega orðalag þeirra einnig. Það, sem hér skiptir
máli, er línan af Vikarholti í Háhnúk. Það kann að vera
tilviljun, að þar er talað um sjónhendingu, svo sem gert
er í landnámslýsingu þeirra feðga, en athyglisvert er það þó.
En hversu mikið er frávik sjónhendingarinnar, er talað er
um í Landnámu, frá landamerkjalínunni samkvæmt landa-
merkjabréfi Lauga?
Ég bað Bjarna Matthíasson á Fossi að miða af Ingjalds-
hnúk út í Múla. Reyndist sjónhending milli þessara staða