Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 240
230
Ritfregnir
Skírnir
Richard Beck eigi það sammerkt Míkjáli erkiengli að meta það allt
meira, er þeim þykir vel, því að vissulega er bæði göfugmannlegra og
þroskavænlegra að grafa eftir gildinu en göllunum.
Stíll Becks er léttur og fjörlegur, bók hans hin læsilegasta og víða
skemmtileg og þar helzt með tilþrifum, sem mest reynir á. Og í heild
sinni ber hún vitni virðingarverðri kostgæfni í vinnubrögðum frá fyrstu
aðfangaöflun til síðasta prófarkalestrar (þótt seint verði að vísu séð við
öllum prentvillum, einkum þegar höfundur er fjarri prentunarstað, og
t. a. m. kunni Islendingar ekki orðaskiptingum eins og Hallgrim-sson,
Húnavatn-ssýsla, þjóðr-æknisfélag o. s. frv., sbr. bls. 27, 32, 36, 74, 132
og 219).
Þó að Beck muni — og það með réttu — telja bók þessa höfuðrit sitt,
fer því víðs fjarri, að hún sé hið eina, sem hann hefur lagt til sögu og
kynningar íslenzkra bókmennta. Hann hefur einmitt skrifað fjölmargar
ritgerðir — reyndar misjafnlega veigamiklar -— mestmegnis um einstök
skáld, meðan hann hefur verið að búa þetta bókarefni í hendur sér.
Hafa greinarnar ýmist verið á íslenzku (aðallega í Tímriti Þjóðræknis-
félags Islendinga í Vesturheimi og Skírni) eða ensku (einkum í Scan-
dinavian Studies and Notes og Joumal of English and Germanic Philo-
logy). Góð bókmenntakynning var einnig á þýðingaúrvalinu í útgáfum
hans Icelandic Lyrics (1930) og Icelandic Poems and Stories (1943).
Og í Encyclopedia of Literature, sem Joseph T. Shipley gaf út í tveim-
ur miklum bindum í New York 1946, skrifar Beck bæði yfirlitsritgerð
um íslenzkar bókmenntir frá upphafi vega til okkar daga, vandaða og
furðu efnismikla eftir lengd (15 bls.), og stuttar sérgreinar run rúmlega
20 íslenzk skáld og rithöfunda, á sinn hátt eins og Stefán Einarsson tók
að sér íslenzka efnið í Columbia Dictionary of Modern European Litera-
ture (1947), sem áður er minnzt á í Skimi.
Að lokum ber að tjá Stefáni Einarssyni miklar þakkir fyrir hugmynd
hans að bókmenntasögunni nýju og þeim Richard Beck báðum fyrir
stórhug þeirra og þolgæði við þetta verk, sem þeir hafa nú lokið af slik-
um myndarskap. Má það bæði verða okkur hér austan hafs til örv-
unar og margvislegra nota, auk þess sem hér er lagður fram mikill og
ágætur skerfur til kynningar íslenzkra nútímabókmennta.
Steingrímur J. Þorsteinsson.
Bjarni M. Gíslason: Islands litteratur efter sagatiden ca. 1400—
1948. Aschehoug dansk forlag. Kobenhavn MCMIL.
Þessi bók hlýtur að óreyndu að vekja traust manna, þar sem aftan
á titilblaði stendur, að hún sé gefin út með styrk frá íslenzka rikinu
og Félagi íslenzkra rithöfunda, og ekki minnkar traustið við lofsamleg
ummæli ritdómenda, danskra (m. a. Hakons Stangemps, doktors í bók-
menntasögu) og íslenzkra (m. a. í Eimreiðinni). Það þarf þó reyndar
enga þekkingu á bókarefninu til að sjá við yfirlestur, að varla er þar