Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 244
234
Ritfregnir
Skírnir
skáldskapurinn, sem spratt upp af þessari sálmabókardeilu, er þó einmitt
afsökunar- og yfirbótarkvæði það, sem Jón orti að lokum, þegar Magnús
hafði hótað honum málssókn og embættismissi: ljúflingsljóðið Bragarbót.
Og það virðist hafa gróið algjörlega um heilt aftur með þeim Jóni og
Magnúsi. Þó segir höfundur: „Men selv om han (Magnús) kunne be-
stemme, hvilke bager der blev trykt i landets eneste trykkeri, var han
ikke i stand til at forhindre, at Jón Þorlákssons digte floj ud over det
ganske land.“ 1 fyrsta lagi var ekki ein prentsmiðja ó Islandi um alla
daga Magnúsar, heldur tvær frá stofnun Hrappseyjarprentsmiðju 1773
(þar sem prentaðar höfðu verið tvær ljóðabækur frá hendi Jóns) til
loka Hólaprentverks 1799 (en það lét reyndar lengstum mjög lítið til
sín taka á þessum tima). En í prentsmiðju þeirri, sem Magnús réð yfir
(frá 1795), var prentuð sérstaklega þýðing Jóns á kvæði eftir Pope
(1798), Magnús birti eftir Jón þýdd kvæði og frumort í bókum sínum
bæði fyrir og eftir deilu þeirra (í Vinagleði, Gamni og alvöru og báð-
um tímaritum sínum); Magnús virðist hafa verið hvatamaður þess, að
Jón tók að þýða lengsta ljóðabálk, sem snúið hefur verið á íslenzku,
Messías eftir Klopstock (um 1807), því að hann léði Jóni frum-
textann og orðabók til þýðingarinnar, hann átti útgáfurétt á henni, og
honum var hún tileinkuð. Ekki voru meiri en svo tálmanir þær, sem
Magnús lagði fyrir kveðskap Jóns. Og Jón orti erfiljóð eftir báða for-
eldra Magnúsar og Magnús eftir Jón og kallaði hann þjóðskáld bæði
lífs og liðinn. Þetta eru örlítil myndabrot af samskiptum þeirra manna,
sem verða höfuðandstæðingar og fulltrúar gagnstæðra stefna í bók Bjarna
M. Gíslasonar.
Annars ætla ég mér ekki þá dul að eltast við rangfærslur og missagnir
þessarar bókar. En svo að menn ætli ekki, að hér hafi verið til tind
einstæð undantekningardæmi um vöndugleika vinnubragðanna, skal hér
enn aðeins gerð grein fyrir því helzta, sem óumdeilanlega er athuga-
vert á einhverjum tveimur samstæðum opnum. Veljum til dæmis bls.
40—43, og reynast villur þar þó flestar fremur af léttvægara taginu:
Grimur Thomsen varð ekki doktor 1845, heldur lauk hann þá meist-
araprófi, en hlaut doktorsnafnbót 1854. Hann dvaldist ekki erlendis að-
eins tvo áratugi, heldur þrjá. „Der foreligger efter ham to digtsamlinger
og en rimacyclus, foruden oversættelser fra græsk digtning til moders-
m&let“, segir hér. En eftir Grím liggja ekki aðeins tvö ljóðasöfn, heldur
þrjú (auk endurprentana): Ljóðmæli 1880, 1895 og 1906 (þar sem í
þriðja safninu voru að vísu endurprentuð kvæðin úr kverinu frá 1880,
en hitt allt var þar nýtt). Engum, sem rennt hefði auganu yfir Rímur
af Búa Andríðarsyni og Fríði Dofradóttur, dytti í hug að kalla þær
rímnaflokk („rimacyclus"), því að rimur eru þær aðeins að heitinu einu.
Þá er ekki rétt að telja þýðingar Gríms úr grísku „auk“ ljóðasafnanna
tveggja og rímnaflokksins, sem Bjarni eignar honum, því að þær eru
í öðru ljóðmælasafni hans og nærfellt helmingur þess. Mjög eru villandi