Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 171
Skímir
Jón biskup Arason
161
framt Norðlendinga tillags upp í vígslukostnað sinn o. s. frv.
Mun það þá hafa verið ætlun ögmundar að ná þegar sem
mestum völdum í Hólabiskupsdæmi og koma þar í biskups-
sæti manni, sem hann treysti til fulls eftirlætis við sig og
sinn vilja. Þetta tókst ekki, þótt harðlega væri við leitað.
Tviskinnungur sá, er verið hafði nyrðra um biskupskjör,
hvarf brátt, þegar menn sáu, hvað í vændum var af hálfu
Skálholtsbiskups, og sneru Norðlendingar nú einhuga að því
að kjósa Jón Arason til biskups vorið og sumarið 1522, en
eigi komst hann utan til vígslu það ár. Eru ýmsar frásagnir
um tiltekjur ögmundar til þess að draga kjarkinn úr Jóni
Arasyni, og að síðustu dró hann lið saman, reið norður að
Hólum og hugðist taka hann til fanga. En Jón Arason komst
imdan, þótt tæpt stæði, og náði ögmundur honum ekki. Er
sagt hann færi utan úr Kolbeinsárósi, efalaust á skipi Hóla-
stóls, þótt sagnir hermi, að hann fengi sér far með þýzkum
eftirlegumönnum. Er allt óljóst um ferðir hans í fyrstu,
en líklega hefur hann haldið til Noregs og því næst til Dan-
merkur á fund Friðriks I., sem samþykkti kjör hans. En
erkibiskupinn í Þrándheimi var þá í vígsluför sinni til Róm
og kom ekki heim fyrr en á áliðnu sumri 1524. Átti Jón
Arason í æmu stímabraki um að ná vígslunni, því að ög-
mundur Pálsson sendi á eftir honum bréf um, að hann
hefði lýst hann í bann, og bar hann þungum sökum. En
Jóni tókst að hrinda þeim ákæmm og ónýttist allur viðbún-
aður Ögmundar. Var Jón Arason síðan vígður biskupsvígslu
og er vígslubréf hans dagsett 7. sept. 1524. Kom hann heim
til Islands vorið 1525 og hafði farið mikla frægðarför. En
þótt svo harkalega hefði gengið milh þeirra Jóns Arasonar
og ögmundar biskups í þessu máli, rénaði óvinátta þeirra
brátt, og má kalla, að þeim semdi síðan vel oftast, meðan
beggja naut við.
IV.
Þá mundi hlýða að fara nokkmm orðum um kirkjustjóm
Jóns biskups Arasonar og valdabeitingu hans yfirleitt. Eins
og fyrr var að vikið, þóttu fyrirrennarar hans á biskupsstóli
11