Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 89
Skírnir
Hægri hönd og vinstri
81
á þessu sviði í för með sér martröð, stam, svefnleysi og
taugaveiklun, og ef slík einkenni koma í ljós, skal þegar
hætta að þvinga bamið til að nota hægri höndina.
Ef farið er að barninu með lagi og gætni, ætti þó að reyna
eftir því sem unnt er, að temja því að nota hægri höndina.
Mjög líklegt er, og reyndar nærri víst, að æfing hægri hand-
ar út af fyrir sig hefur hvorki í för með sér stam né tauga-
veiklun örvhendra bama. Taugaveiklunin eða stamið stafar
sennilega eingöngu af þvingun þeirri, sem bamið er beitt,
óvilja þeim, gremju, uppreisnaranda og vanmáttarkennd, sem
það verður gripið — eða í einu orði af röngum uppeldis-
aðferðum. Ekki er kunnugt, að þess finnist dæmi, að örvhent
bam, sem misst hefur vinstri höndina eða fatlast á henni,
hafi orðið taugaveiklað eða farið að stama við það að beita
hægri hendi. Auðvelt er að sjá hér hinn uppeldislega aðstöðu-
mun fatlaðra bama og venjulegra örvhendra barna. Fatlaða
baminu er nauSsyn á að beita hægri hendinni og læra með
henni vandasöm verk. Það leggur sig fram af fúsum vilja.
Því er hælt fyrir, hvað það sé duglegt o. s. frv., en hin böm-
in, sem em ófötluð, fá ákúmr fyrir, hve klaufsk þau em með
hægri hendinni, þau era beitt þvingun og þau fyllast þráa.
Langerfiðast er að kenna örvhendu barni að skrifa með
hægri hendi. Aðferðir við kennslu örvhendra barna hafa þó
tekið miklum framfömm erlendis á síðustu ámm, og væri
full þörf þess, að einhver greindur og lipur kennari íslenzk-
ur kynnti sér rækilega meðferð örvhendra barna í erlendum
fyrirmyndarskólum og tilraunastofnunum. Allir sálfræðing-
ar telja skaðsamlegar hinar hefðbundnu harkalegu aðferðir
við að venja þau á að beita hægri hendi. Æfingunum þarf
að koma þannig fyrir, að börnin fari að nota hægri hönd-
ina ósjálfrátt, án þess að vita af því, og það verður að firra
þau tækifæri til að beita vinstri hendinni. Áður en byrjað
er á að kenna barninu að skrifa, skal láta það æfa sig á ein-
faldari verkefnum, teikna á töflu með krít o. fl. þ. h. Fyrst
skal æfa það á verkefnum, sem krefjast hreyfinga alls hand-
leggsins, teikna t. d. stóra stafi á töflu. Hentugast þykir að
kenna örvhendum bömum að skrifa fyrst stóra upphafsstafi
6