Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 31
Skímir
Meistarinn drátthagi í Ámasafni
25
1 myndinni af upprisu Krists sitja fjórir hermenn við
gröfina, — sumir bltmda, en aðrir stara svefndrukknum
augum fram fyrir sig. Það, sem vekur athygli okkar, er,
að þeir hera allir skó með löngtun rana fram af tánni.
Ranaskór þessir eru án efa eitt af furðulegustu kenjtnn
tízkunnar, — þeir munu hafa orðið algengir í Miðevrópu
um miðja 14. öld, en varla hreiðzt út á Norðurlöndum
fyrr en um aldamótin 1400, eða á dögum teiknarans.
Lengd ranans fór, eins og annað, eftir mannvirðingu, og
giltu um það strangar reglur. Á Frakklandi giltu þannig
þau ákvæði, að almenningi var stranglega bannað að bera
lengri rana á skóm sínum en fjórðung álnar, borgarar máttu
bera hálfa alin, riddarar þrjá fjórðu, greifar og lénsmenn
heila, en hertogar og hinar æðstu stéttir eins langan rana
og þeir vildu. Þegar mikið var haft við, var raninn settur
bjöllum, og má nærri geta, að menn hafi ekki verið sem lipr-
astir til snúninga með slík firn framan á tánum. Sérstaklega
hefur þessi skóhúnaður riddara verið óþægilegur, því að þá
voru skómir gerðir úr málmplötum og raninn úr járni. Enda
em til heimildir, sem segja frá því, að þegar omstan mikla
var háð við Níkópólis árið 1396 og krossfaramir vom komn-
ir í þröng, hafi hver, sem betur gat, höggvið ranann af
skóm sínum til þess að verða léttari til snúnings.
Enginn vafi er á því, að þessi skótízka hefur verið algeng
á fslandi, því að hana má oft finna í listaverkum okkar frá
þessum tíma. Hefur ran-
inn þá verið troðinn út
með ull eða einhverju
léttu efni, eða verið not-
aðir þunnir trébotnar,
sem enduðu í rana, eins og alsiða var á Norðurlöndum. En
þó er það fyrst og fremst að ætla vegna þess, að við vitum,
að annað tízkuatriði, sem er náskylt rananum, var mjög út-
breitt hérlendis. Það var hettustrúturinn langi, og má einnig
finna merki hans í Teiknibókinni. Strútur þessi var jafnt
notaður af körlum sem konum, og var áfastur hettunni í
hnakkanum.