Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 132
122
Haraldur Matthíasson
Skírnir
eftir.1) Fyllarlækur hefur þá myndazt af mörgum keldum
og rásum, er komið hafa austan úr mýrinni, en allt það
land, er lækurinn rann um, er nú brotið, lækminn því
horfinn og nafnið týnt. Hitt er mjög eðlilegt, að ekki séu
nefnd nein örnefni, er austur kemur á mýramar, því að þar
er ekkert við að miða. Vigfús Guðmundsson telur, að Fyllar-
lækur hafi verið nálægt hreppamótunum, og hygg ég, að
það sé að því leyti rétt, að lækurinn hefur skipt sveitum
það, sem hann náði, en þegar honum sleppti, hafa mörkin
verið mjög nálægt hreppamótunum, eins og þau em nú.
Þórir Ásason, er nam land næst fyrir ofan Hástein, nam
Kallnesingahrepp, og er engin ástæða til að ætla, að hreppa-
mörkin hafi færzt mikið til, að minnsta kosti ekki yfir bæi,
því að þau liggja á geysilega víðlendri eyðimýri, og engir hæir
em þar nálægt. Hásteinn hefur því numið hinn foma Stokks-
eyrarhrepp, að því undanteknu, að nokkur hluti af landareign
Hóla er fyrir austan Baugsstaðasíki, og stendur hærinn þar.
Gerðum Landnámabókar ber ekki saman um bústað þeirra
feðga, Hásteins og sona hans, Atla og ölvis. Sturlubók seg-
ir, að Hásteinn hafi húið á Stjörnusteinum og ölvir eftir
hann, en Atli í Traðarholti, en Haukshók og Þórðarbók segja,
að Hásteinn hafi búið á Stokkseyri og Atli son hans eftir
harm, en síðar í Traðarholti, en ölvir hafi búið á Stjömu-
steinum, en þar heiti nú ölvisstaðir. Hvor frásögnin, sem
er, gæti staðizt, miðað við þá staðhætti, er nú þekkjast, en
sú þekking er mjög af skomum skammti, svo mjög hefur
sjórinn nú brotið landið. Þórðarbók er hér samhljóða Skarðs-
árbók. Er því líklegt, að texti Melabókar hafi verið eins, því
að líkindum hefði annars þótt ástæða til breytingar frá texta
Skarðsárbókar. Gæti það bent til þess, að texti Þórðarbókar
væri uppmnalegri, þó að úr því verði eigi skorið.
Ekki er vitað, hvar bærinn Stjörnusteinar hefur staðið.
Enginn bær ber nú það nafn, en klettar nokkrir í fjömnni
fyrir austan Stokkseyri heita Stjömusteinar. Hyggur Br. J.,
að bærinn hafi staðið þar, en sjórinn síðan brotið landið.
P. S. er á öðm máli. Hann telur ólíklegt, að bærinn hafi
1) Sbr. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalins, II., 88. bls.