Skírnir - 01.01.1950, Blaðsíða 250
240
Ritfregnir
Skímir
katli er fyllilega Ijóst, að Islandssagan verður óskiljanleg, ef hún er ekki
tengd atburðarásinni í þeim löndum, sem mestu ráða á því áhrifasvæði,
þar sem Island liggur. Hann gerir því góða grein fyrir helztu veðra-
brigðum úti í löndum, en er óþarflega fjölorður um lyndiseinkunnir
dönsku kónganna. Persónulýsingar hans eru stundum heldur mærðar-
miklar, t. a. m. virðist það vera að bera í bakkafullan læk að ljúka frá-
sögnum um afreksmenn með þvi að segja, að þeir hafi verið hinir mikil-
hæfustu og gagnsömustu landi og þjóð.
Yfirleitt er þetta rit fullýtarlegt og nákvæmt, en þar mun fátt van-
talið. Þorkell er ekki fyllilega sannfróður um alla Englendinga, sem
hingað koma í merkum erindagerðum. Árið 1818 kemur hingað stjóm-
arerindreki til þess að athuga efnahagsástandið í landinu, verzlunarhagi
og möguleika á atvinnurekstri hér. Hann skrifaði rækilega og skemmti-
lega sltýrslu um ferð sína, en lætur nafns síns hvergi getið og virðist
fara hér að einhverju leyti huldu höfði. Nú er vitað, að áhrifamiklir
menn í Englandi, t. a. m. Sir Joseph Banks, vildi, að Englendingar inn-
limuðu Island, og voru ýmis gögn varðandi það mál keypt til handrita-
safns Landsbókasafnsins árið 1930. Þorkatli er auðvitað kunnugt um
þetta mál, og hann rekur helztu atriði þess. Skýrslan frá 1818 bætir
þvi litlu við frásögn hans, en hún sýnir, að vomur hafa þá verið á
ensku stjóminni um það, hvað hún ætti að gera hér úti. Niðurstaðan
virðist hafa orðið sú sama og oft áður, að ekki borgaði sig að styggja
dönsku stjórnina út af jafntekjurýrri eign og íslandi. Villur ætla ég að
séu nær engar í ritinu. Þó er nafnið Bemstorff jafnan ritað Bemsdorff
af einhverjum orsökum.
1 bókinni eru 62 myndir, og hafa sumar þeirra ekki birzt fyrr á prenti,
þar á meðal er skopmynd af Jömndi hundadagakonungi eftir sjálfan hann.
Það er að ýmsu leyti ábyrgðarhluti að vera sagnfræðingur, af því
að sagan er lifandi viðfangsefni og getur verið hættulegt áróðurstæki,
ef hún er misnotuð. Ég hef heyrt meun flytja innfjálgar ræður um það,
að starf sagnfræðingsins sé einungis í því fólgið að skýra frá stað-
reyndum og láta þær siðan tala sínu máli, en hann eigi að forðast allar
ályktanir og alhæfingar. Það reynist jafnan auðveldara að setja boðorðin
en breyta eftir þeim. I hverju sagnfræðiriti er jafnan dálítið safn af
staðreyndum, en það skiptir öllu máli, hvort menn fylla rit sín af frá-
sögnum um valdamenn eða lýsingum á efnahagsþróun og frelsisharáttu
alþýðunnar. Allt viðhorf manna til daglegra vandamála er mótað af þvi,
hvort þessara máttarvalda þeir telja að hafi meiri áhrif á mótun sögunnar.
Þótt undarlegt sé, þá er sagnfræðingnum ógjömingur að fara bil beggja,
af því að tertium non datur. Þorkatli tekst þó furðanlega að þræða hinn
gullna meðalveg, af því að upplýsingaröld er óvenjulegt tímabil og bók
hans er óvenjulegt rit. Á upplýsingaröld er lítill veigur orðinn í ís-
lenzku yfirstéttinni, svo að hér er ekki um skeið harðrar stéttabaráttu
að ræða, því að landsmenn eru orðnir örsnauðir. Hún er aftur á móti