Skírnir - 01.04.1988, Page 13
HUBERT SEELOW
Um Barnagull Jóns Árnasonar
i
Hinn 4. september 1988 eru hundrað ár liðin frá andláti Jóns Arna-
sonar, eins merkasta frömuðar íslenzkra bókmennta og menningar
á 19. öld. Verðleikar hans eru margvíslegir, en ekki mun unnt eða
þörf á að telja þá upp og meta í einstökum greinum hér. Á sama hátt
og nafn Grimmsbræðra hefur festst við ævintýri þeirra, hefur nafn
Jóns tengzt með órjúfanlegum hætti starfsemi hans við söfnun og
útgáfu íslenzkra þjóðsagna. Líklega er ekki til sá núlifandi Islend-
ingur, sem hefur ekki einhvern tíma í bernsku eða æsku komizt í
kynni við Þjóðsögur Jóns Árnasonar. En að Jón hafi einnig fengizt
við uppeldislegar barnabókmenntir og látið eftir sig umfangsmikið
safn efnis til uppfræðandi lestrarbókar handa börnum og ungling-
um, hefur - eftir því sem ég hef næst komizt - ekki verið vitað. Um
þessa fyrirhuguðu barnabók, sem Jón gaf sjálfur heitið Barnagull,
fjallar þetta greinarkorn.
í handritadeild Landsbókasafns hefur talan Lbs 584 4to verið
gefin þykkum bunka af heftum og lausum miðum, sem næstum all-
ir eru með hendi Jóns Árnasonar. Eins og Páll Eggert Ólason tekur
fram í safnskrá sinni, er hér um að ræða safn af textum til barnabók-
ar, sem Jón hefur dregið saman:
Safn úr ýmsum ritum til barnabókar. M.h. Jóns Árnasonar. M.h. Svein-
bjarnar Egilssonar eru dæmisögur á bls. 64-65 (skr á sendibréf frá Þórði
Sveinbjörnssyni til Sveinbjarnar). M.h. Benedikts Gröndals er kvæði,
„Augað“, á bl. 49, og sendibréf til Jóns Árnasonar á bl. 272.1
Handritið sjálft gefur einnig til kynna, hvað það hefur að geyma;
á kápu utan um fyrsta hefti safnsins stendur: „Lítið safn úr ýmsum
ritum til barnabókar".