Skírnir - 01.04.1988, Síða 14
8
HUBERT SEELOW
SKÍRNIR
Áður en ég sný mér nánar að efni handritsins, mun ég leitast við
að rekja, hvernig það æxlaðist til, að Jón Árnason fór að fá áhuga á
þessari gerð uppeldislegra lestrarbóka og safnaði sjálfur efni í slíka
bók.
Á uppeldislegar lestrarbækur ber að líta sem afsprengi upplýs-
ingarstefnunnar, eins og Silja Aðalsteinsdóttir bendir á í riti sínu
um íslenzkar barnabækur; hún kemst svo að orði:
Islendingar eignuðust einungis fáeinar frumsamdar barnasögur í upplýs-
ingarstefnu, samt gætti áhrifa stefnunnar mjög lengi í íslenskum barnabók-
um. Það er t. d. mjög í hennar anda að gefa út safnrit, lestrarbækur, þar sem
skiptast á sögur af ýmsu tagi, helst uppeldislegar, og fræðslukaflar.2
En ekki einungis á íslandi bar upplýsingarstefnan svo síðbúna
ávexti; lestrarbækur af þessari gerð komu út á 19. öld í mörgum
löndum, m. a. í Þýzkalandi og Danmörku. Ein þekktasta lestrar-
bók frá þessum tíma fyrir dönsk börn var Den Danske Borneven,
sem Peder Hjort tók saman; bókin hafði þýzka lestrarbók að fyrir-
mynd og kom í fyrsta sinn út í Kaupmannahöfn árið 1839.3 Það var
þessi danska lestrarbók, Hjorts Borneven, sem varð kveikjan að
safni Jóns Árnasonar, sem varðveitt er í Lbs 584 4to.
Vorið 1849 hélt Reykjavíkurdeild Hins íslenzka bókmenntafé-
lags aukafund. I fundargerðabókum er þetta skráð:
Ár 1849 þann 1“ Marts var haldinn fundr í deild bókmentafélagsins í Rvík
samkvæmt bréfi forsetans; tilefni til f undarins gaf þad ad próf. Sra Ásmundr
[Jónsson] var á fyrri fundi [12. febrúar s. á.] kosinn til féhirdis, en sagdi af
sér skömmu eptir, og var því þefii fundr ákvedinn, til ad kiósa mann í hans
stad.4
Á fundinum bar Halldór Kr. Friðriksson (1819-1902), sem hafði
verið aðjunkt við Reykjavíkurskóla frá því sumarið 1848, fram þá
tillögu, að Hið íslenzka bókmenntafélag gæfi út slíka bók handa ís-
lenzkum börnum:
Adjunct H. Fridriksson bar upp hvort félagid ekki vildi rádast í ad géfa út
barnabók á líkan hátt og Hjorts Börneven er fyrir dæmi, og sæma verd-
launum ritgjördir sem koma kynnu inn til félagsins, og féllst félagid á þad.
Sídan var rædt um stærd bókarinnar og var ákvedid ad hún skyldi koma út
í 2 pörtum, hvorn 10 arkir.