Skírnir - 01.04.1988, Síða 15
SKÍRNIR UM BARNAGULL JÓNS ÁRNASONAR
9
Var ákvedid ad nefnd skyldi kjósa til ad dæma ritgjördir sem kynnu ad
koma inn og semja reglur fyrir stefnu ritsins skyldi í nefnd. vera 5 menn og
voru þ>eí5i[r] kosnir Dr. P. Petursson Dr. Egilsson Adjunct J. Sigurdsson
H. Fridriksson og S. Melsted. Dr. Egilsson afsakadi sig og skaut félagid á
frest ad kiósa mann í hans stad, [með annarri bendi:] í von um að hann
mundi gjöra það fyrir bón og nauðsyn fjelagsmanna.5
Kaupmannahafnardeild Hins íslenzka bókmenntafélags var
þegar í stað skýrt frá þessum áformum. I dagbók deildarinnar er
nefnt bréf þessa efnis, dagsett 2. marz 1849, sem barst 19. marz:
Fjelagsdeildin í Reykjavík, segir frá samþykkt deildarinnar [að] reyna til að
koma út Lestrarbók handa börnum.6
En á Islandi var ekki þar við látið sitja. Röskum þremur vikum
eftir fundinn, hinn 25. marz 1849, birtist í Þjóðólfi (1. árg., 10. tbl.,
bls. 48) eftirfarandi auglýsing:
Auglýsingfrá bókmenntafjelagsdeildinni í Reykjavík.
Það er ómissandi fyrir hvert land, að eiga sjer lestrarbækur handa
börnum, er ekki einungis kenni þeim að lesa, heldur og jafnframt auki
greind þeirra, glæði hjá þeim góðar tilfinningar og ást á fósturjörðu þeirra,
og komi þeim í skilning um þá hluti, sem hver maður þarf að vita, til þess
að geta orðið góður og þarflegur fjelagsmaður. En þó mun þetta hvergi vera
meir áríðandi, en hjer í landi; því að hvergi er barnauppfræðingin bundin
meiri erfiðleikum, og flestir verða hjer alla æfi að búa að þeirri tilsögn, sem
þeir fá í uppvextinum; en allfæstir geta þá aflað sjer menntunar af útlendum
fræðibókum. Að vísu eigum vjer nokkrar íslenzkar lestrarbækur, sem ætl-
aðar eru börnum; en á öllum þeim bókum eru þeir annmarkar, sumpart að
efninu til, sumpart að máli, leturgjörð og skipulagi, að þær geta ekki lengur
samboðið þörfum manna nú á tímum, og verður þó skortur á þess konar
bókum allt af tilfinnanlegri, eptir því sem þjóðlíf vort kemst á meiri hreif-
ingu, og bænda menn þurfa að afla sjer meiri menntunar, og vita meira en
áður, til þess, að geta dæmt rjett um almennings-málefni, og tekið þátt í
stjórn þeirra.
Til að ráða bætur á þessu, hefur hið íslenzka bókmenntafjelag ásett sjer,
að reyna til, að koma út hentugri lestrarbók handa unglingum, og í því
skyni heitið verðlaunum hverjum þeim, er sendir því ritgjörðir, sem þyki
vel til þess fallnar, að taka þær í bókina, og er tíu ríkisbankadala verðlaun-
um heitið fyrir hverja þá ritgjörð, er nemur 1 örk prentaðri, tuttugu ríkis-