Skírnir - 01.04.1988, Page 17
11
SKÍRNIR UM BARNAGULL JÓNS ÁRNASONAR
Einnig var það við tekið, að senda deildinni í Kaupmannahöfn ávarpið til
íslendinga um „barnabókina“, og hvetja menn til, að rita ýmsar greinir í
bókina. - Dr. Scheving gat um, að hann hefði lítið safn af spakmælum og
gátum, sem hann bauðst til að fá nefndinni til skoðunar.7
Og reyndar er í dagbók Kaupmannahafnardeildarinnar vikið að
bréfi, dagsettu 17. ágúst 1850, sem barst 20. september:
Sama [þ. e. deildin í Reykjavík] sendir blað úr Þjóðólfi (1. Ár - 1849 - Nr
11.-12 April), þar sem er í auglýsing um lestrarbók handa börnum, sem
deildin vill láta prenta, og biður hún að menn sé hvattir hjer til að semja rit-
gjörðir í þá bók.8
Næsti fundur Kaupmannahafnardeildarinnar (eftir 14. ágúst
1850) var ekki haldinn fyrr en laugardaginn 31. maí 1851: „Forseti
skýrði frá, að hann vegna lasleika ekki hefði getað haldið fund í
fyrra haust. . ,“.9 - Tilmæli Reykjavíkurdeildarinnar til manna að
rita í hina fyrirhuguðu barnabók eru ekki nefnd í fundargerð þessa
fundar.
A næsta fundi Kaupmannahafnardeildarinnar, hinn 20. sept-
ember 1851, er að vísu minnzt á bréf frá Islandi, en ekki er skýrtfrá
neinum efnisatriðum þeirra; einungis er komizt svo að orði: „For-
seti skýrði frá brjefum sem komin eru frá íslandi“.
Reykjavíkurdeildin reyndi ekki aðeins að fá landana í Dan-
mörku til að senda efni í barnabókina; seint á árinu 1850 var önnur
auglýsing samin, sem birtist hinn 10. janúar 1851 í Lanztíðindum
(2. árg., 36. og 37. tbl., bls. 156 [ranglega tölusett 144]):
Deild hins ísl. bókmenntafjelags í Reykjavík ljet í fyrra prenta auglýsingu
um, að fjelagið hefði í hyggju að reyna til að koma út hentugri lestrarbók
handa unglingum og hjet í því skyni tíu ríkisdala verðlaunum fyrir hverja
þá ritgjörð, er nemdi 1. örk prentaðri, o. s. frv. En það var tiltekið, að inn-
tak bókarinnar skyldi vera þetta:
Síðan fylgir efnisyfirlit, þar sem tekin er fram fyrirhuguð arkar-
lengd hvers efnisflokks, þá kemur sú athugasemd, að nokkur frávik
í lengd ritgerðanna séu að sjálfsögðu leyfileg, nákvæmlega eins og
í auglýsingunni í Þjóðólfi hinn 25. marz 1849 (sjá hér að framan).
Og loks er enn á ný skorað á menn: