Skírnir - 01.04.1988, Síða 23
SKÍRNIR UM BARNAGULL JÓNS ÁRNASONAR
17
Alvörusögur
Heitið „Alvörusögur" eða „Alvarlegar sögur“ notaði Jón Arnason
sjálfur í tveimur uppköstum að efnisyfirliti fyrir hina fyrirhuguðu
barnabók. Fyrirsögnina „Alvarlegar sögur“ setur hann líka á und-
an sögunni „Dauði Sókrates", sem fjallar um síðustu stundir hins
gríska heimspekings. Gera má samt ráð fyrir, að þessi saga hefði
vart verið tekin með í endanlega gerð barnabókarinnar, þar sem
einn kafli í stóru safni ævisagna af sögulegum persónum (sjá hér á
eftir) er helgaður Sókratesi, en þar er dauða hans einnig lýst.
Að því er virðist notar Jón heitið alvarlegar sögur um almennt
uppbyggilegar sögur með alvarlegum eða harmsögulegum undir-
tón, þ. e. sögur, sem ekki falla undir aðra flokka siðferðilegra
sagna.
I þremur þessara sagna er fjallað um peninga: I „Ræningjanum“
segir frá fátækum skósmið, sem gerist göturæningi til þess að geta
keypt brauð handa börnum sínum. Láta má þess getið, að saga
þessi er sett nákvæmlega niður í stað og tíma; hún á að hafa gerzt
árið 1662 í París, er þar geisaði hungursneyð, og er meira að segja
nefnt nafn þess, sem ráðizt er á, en hann verður velgjörðarmaður
skóarans. - „Hinn veglyndi smiður“ er saga um smið, sem vinnur
daglega fjórar klukkustundir aukreitis og hjálpar með því bág-
stöddum nágranna sínum. - I „Bróðurást“ segir frá tveimur
bræðrum. Annan gerir faðir þeirra arflausan vegna slæmrar
breytni; þegar hann tekur sig á að föðurnum látnum, gefur hinn
bróðirinn honum af fúsum og frjálsum vilja helming arfsins.
I „Þyrnirunninum“ segir hins vegar frá því, hvernig faðir kemur
ungum syni sínum í skilning um það, að maðurinn megi ekki með
vanhugsuðu framferði grípa inn í hringrás náttúrunnar.
Einkar harmsöguleg er „Sagan af Macbeth"; reyndar er texti
þessi ekki heill, hann þrýtur á miðri síðu eftir morðið á Duncan.
Jón tekur ekki fram, eftir hvaða forriti hann þýðir. Þar sem Dönum
er í inngangi sögunnar lýst sem mjög grimmum og barbarískum
hermönnum, getur danskur texti varla legið til grundvallar.
Til alvörusagna ber auk þess að telja söguna af Alexander og
2 — Skírnir