Skírnir - 01.04.1988, Síða 24
18
HUBERT SEELOW
SKÍRNIR
Loðvík, sem hefur enga fyrirsögn í Lbs 584 4to. Hér er um að ræða
síðustu frásögnina í almúgabókinni um hina sjö vísu meistara, en
Jón vissi greinilega ekki, að þessi saga var þegar til í mörgum ís*
lenzkum prósaþýðingum.30 Hann þýddi textann eftir Svenska
folkböcker Báckströms,31 að vísu ekki allan, því að þýðinguna
þrýtur í miðju kafi (Báckström I, bls. 63, i. 13). Ef til vill gerði Jón
sér allt í einu ljóst, að lýsingin á næturheimsóknum Loðvíks til
keisaradótturinnar átti ekki beinlínis vel við í barnabók.
Að lokum ber hér einnig að nefna „Skiparann hollenzka“, stutta
athugasemd um Pétur mikla, keisara í Rússlandi.32 Þar sem flokk-
urinn með ævisögum stórmenna (sjá hér á eftir) hefur einnig kafla
um Pétur mikla, þá er vafasamt, að þessi stutta athugasemd hefði
verið tekin í endanlega gerð barnabókarinnar.
Eftirlíkingar
Þetta heiti notar Jón Arnason um þá tegund af dæmisögum, sem
kallaðar eru Parabeln á þýzku, parables á ensku.33
Fyrsta sagan undir þessari fyrirsögn ber titilinn „Utlegðar-
sagan", og segir þar frá leysingja nokkrum, sem kemur skipreka á
ey eina, þar sem hann er tekinn til konungs. Þegar hann kemst að
því, að honum er ætlað að ráða ríkjum einungis skamma hríð og
brátt muni hann verða skilinn eftir á eyðiey, þá tekur hann til við
að búa sig sem vandlegast undir dvölina á þeirri ey. — Að saga þessi
á að tákna vegferð mannsins - fæðingu, jarðlíf, dauða, líf eftir
dauðann -, verður ljóst af skýringu, sem bætt er aftan við hina eig-
inlegu sögu.
Onnur sagan ber titilinn „Sá á kvölina, sem á völina“. Eins og
undirtitillinn „Herkúles vitran“ gefur til kynna, er þar um að ræða
hina þekktu sögu af Herkúlesi á krossgötum, sem til er í óteljandi
gerðum í mörgum löndum.34 Hér í Lbs 584 4to er sagan í tveimur
aðeins lítið eitt frábrugðnum gerðum - greinilega uppkast og
hreinrit.
Þriðja sagan heitir „Lífsleiðin“. I henni lýsir sögumaður draumi,
þar sem hann sér líf mannsins fyrir sér sem bátsferð í úfnum sjó;
fyrr eða síðar farast allir bátarnir í þeirri ferð.
Fjórða sagan ber titilinn „Ein vitrlig eptirlíking um manninn“ og
er einnig tekin úr Barlaams sögu. ogjósafats, eins ogjón tekur raun-