Skírnir - 01.04.1988, Side 26
20
HUBERT SEELOW
SKÍRNIR
Guldharpe“ í safni Asbjornsens og Moe.39 - Hitt heitir „Smámenn-
in í skóginum" og er þýðing á „Die drei Mánnlein im Walde“ í safni
Grimmsbræðra.401 báðum textum er allmikið af leiðréttingum; því
mun eflaust um að ræða leiðrétt frumrit þýðingarinnar. Að auki
eru þessar ævintýraþýðingar Jóns Árnasonar af þeirri ástæðu
mikilvægar, að söfn Grimmsbræðra og Asbjornsens og Moe voru
fyrirmyndir að íslenzkum þjóðsögum og ævintýrum Jóns. Hér get-
ur að líta tvo texta, sem sýna, hvernig hann tók ævintýri úr hinum
útlendu söfnum og hvaða mállegan búning hann gaf þeim á ís-
lenzku.
„Fallegir málshættir, spakmæli, gátur og snilli-yrði“
I þennan flokk hefur Jón Árnason ekki safnað miklu efni. -Hugs-
anlega hefur eitt blað með reglum um skiptingu dagsins og um
námstilhögun verið ætlað þessum flokki. Textinn hefur enga fyrir-
sögn; annar kaflinn heitir „Lesturs-reglur". Dönsk orð í svigum
sýna, að Jón hefur að öllum líkindum farið eftir dönsku forriti.
Blað, sem skrifað er á báðum megin og hefur að geyma „Heil-
ræði úr Skuggsjá“, á ugglaust heima hér. Þessi sextán heilræði eru
tekin úr Konungsskuggsjá, útgáfu Keysers, Munchs og Ungers,
Kristjaníu 1848, köflum II og IV.
Einnig heyrir röð með sautján spakmælum sænska skáldsins
Johan Henrik Kellgren (1751-1795) til þessa flokks.41 Reyndar
mun Jón vart hafa þýtt þessa texta fyrir barnabokina; það væri a. m.
k. erfitt að ímynda sér, að hann hafi getað talið sér trú um, að þessi
hnyttinyrði heimsborgaralegs bókmenntamanns hentuðu börnum
sérstaklega.
Auk þess eiga tvær gátur, sem eignaðar eru Stefáni Olafssyni, hér
heima: „Um selinn“ og „Um rokkinn”. Á sömu blöðum standa
ennfremur tvö kvæði, sem einnig má telja til þessa flokks, bæði
sömuleiðis eftir Stefán. - Annað hefur fyrirsögnina „Of og van“ og
„Vandratað meðalhófið“ og er stæling á kvæði eftir Horaz („Hvert
sinn á haf blá . ..“); hitt hefur fyrirsögnina „Staka“ („Vandfarið er
með vænan grip . . .“).42
Sérstaka fyrirsögn Kvæði er ekki að finna í uppkastinu, eins og
það er prentað í auglýsingu Hins íslenzka bókmenntafélags. Hvort
Jón Arnason hefur samt hugsað sér sérstakan flokk með textum í