Skírnir - 01.04.1988, Side 27
21
SKÍRNIR UM BARNAGULL JÓNS ÁRNASONAR
bundnu máli, vitum við ekki. Auk kvæða Stefáns Olafssonar, sem
nefnd voru hér að framan, hefur safnið í Lbs 584 4to aðeins eitt
handrit kvæðis til viðbótar, mjóan miða, sem Benedikt Sveinbjarn-
arson Gröndal hefur skrifað á „Augað“ („Lof sje þjer fyrir ljós og
sjón . . .“).
Þar að auki er í Lbs 584 4to að finna lista yfir sex kvæði Jónasar
Hallgrímssonar, sem Jón mun að líkindum einnig hafa ætlað að
taka með í barnabókina. Þetta eru heiti þessara kvæða: „Dalvísur“
(„Fífilbrekka, gróin grund . . .“), „Skjaldbreiður" („Fanna skautar
faldi háum . . .“), „Til Gaimard" („Þú stóðst á tindi Heklu hám“),
„Islands minni“ („Þið þekkið fold með blíðri brá . . .“), „Grenið“
(„Komið er að dyrum . ..“) og „Heylóarvísa“ („Snemma lóan litla
í. . .“).
„Ágrip af biflíusögunni og mannkynssögunni“
Af biblíusögum í þrengri merkingu þess orðs er íLbs 584 4to aðeins
einn helgisögutexta að finna með fyrirsögninni: „Fróðlig frásaga af
Adam oc Seth, hans syni“. Þar er sagt frá forsögu kross Jesú Krists.
Þessi texti er skrifaður upp eftir handritinu Lbs 457 4to („Frödleg
Frásaga Af Adám Og Seth Hannz Syne“); Jón Árnason fylgir
þessu forriti mjög nákvæmlega, reynir samt að hafa samræmda
forníslenzka stafsetningu.43
Þar að auki hefur safnið að geyma texta með titlinum „Framfarir
kristninnar og forlög allt til vorra daga“. Þetta er stutt ágrip kirkju-
sögunnar, „snúið eptir Chr. L. Ströms Bibelske Fortællinger. Kh.
1816“.44 Síðasti kaflinn er reyndar úr smiðju þýðandans, Jóns
Árnasonar, sjálfs; hann gefur þar stutt yfirlit yfir sögu kristninnar
á Islandi og drepur í lokin á viðburð, sem þá var efst á baugi:
Aldrei hefur orðið hjer vart við aðra trúarflokka, og eigum við það mest að
þakka fjarstöðu vorri öðrum löndum, fyren vorið 1851 að 3 iðnaðarmenn,
sem höfðu dvalið um stund í Danmörku, komu út hingað, og gjörðu tig-
túrusama presta hrædda um, að þeir leiddu menn afvega, af því sá orðróm-
ur lá á þeim, að þeir hefðu tekið trú þá í Danmörku, sem Mormónatrú
nefnist. En vonandi er, að svo umkomulitlir menn fái ekki miklu til leiðar
snúið, ef þeir eiga við skynsama menn.