Skírnir - 01.04.1988, Page 29
SKÍRNIR UM BARNAGULL JÓNS ÁRNASONAR
23
kafla: „Frá unclirheimurn". - Þessi texti er reyndar dagsettur í
lokin: „(endað á 2. dag páska 1853. 28/3.)“
Barnabókinni hefur tæplega verið ætlaður nokkuð langur texti
um Cicero, sem greinilega er runninn úr einni af bókum Madvigs.49
Hinar mörgu latnesku glósur, sem teknar eru niður, benda ein-
dregið til þess, að um sé að ræða lexíu fyrir latínukennslu.
Ur sögu Danmerkur
Um elztu sögu Danmerkur fjallar alllangur texti, sem hefur fyrir-
sögnina „Danmerkur saga“. Honum er skipt í eftirfarandi kafla:
„1. Frá því fyrsta og til þess 800 eptir Kristsburð“, „2. Frá 800 til
dauða Knúts konungs ríka 1036 (1035)“ og „3. Frá dauða Knúts
ríka til dauða Valdimars annars 1241 -1 þessum þriðja kafla þrýt-
ur textann í miðri setningu.
Sömuleiðis til sögu Danmerkur má telja anekdótuna „Kristján 4.
og bóndinn“. Þar er sagt frá því, er fátækur smábóndi staðhæfir, að
konungur geti hvorki komið góðu né illu til leiðar, og hvernig kon-
ungur fer að því að sanna hið gagnstæða.50
Úr sögu veraldar
Umfangsmikið safn af sögulegum textum ber titilinn „Æfisögur
merkustu manna og helztu viðburðir á öllum öldum“ og er þýtt
eftirE. Munthe.51 Safniðskiptistíþrjáhluta: „1. Deild. Gamlasag-
an frá Móses til Krists" (tólf kaflar); „Onnur deild. Miðaldasagan
frá Kristi til Lúters“ (þrettán kaflar); „Þriðja deild. Nýja sagan frá
Lúter til vorra tíma“ (þennan hluta þrýtur í miðjum texta í þrett-
ánda og síðasta kafla, „Stjórnarbyltingin í Frakklandi“). - Sam-
kvæmt dagsetningum Jóns Arnasonar eru þessar þýðingar gerðar
árið 1852.
Tveir sögulegir textar til viðbótar eru sömuleiðis ævisögur stór-
menna: „Karl, erkihertogi af Austurríki“ er fyrirsögnin fyrir all-
löngum texta, sem Jón hefur þýtt árið 1851 og gert eftirfarandi at-
hugasemd við varðandi upprunann: „snarað á íslenzku eptir 236-
239. blaði í Fædrelandet 1847, en á dönsku var sögunni snúið úr
Galerie des contemp.“.52 -Ævisaga Karls erkihertoga (1771-1847),
sem var einn af fremstu hershöfðingjum um daga Napóleons, hefur