Skírnir - 01.04.1988, Síða 34
28
HUBERT SEELOW
SKÍRNIR
texta og uppköst að efnisyfirliti, sem er hér og þar að finna \Lbs584
4to\ langflestar og rækilegustu athugasemdirnar í þeim varða
smásögurnar. Þar hefur Jón ekki aðeins skrifað niður, hvaða texta
hann hugðist taka með í barnabók sína, heldur hefur hann meira að
segja gert lista yfir sögur, sem hann ætlaði ekki að taka með, það
eru dýradæmisögur þær, sem Hannes Finnsson biskup hafði birt í
Kvöldvökum, er út komu 1796-97 („Dæmisögur í Kvöldvökun-
um“ - samtals 37 titlar).
IV
Eftirfarandi saga er runnin úr Bilder aus der KinderweltL9 Til þess
að sýna, hvernig Jón Arnason þýddi hinn útlenda texta í fyrstu
orðrétt, en fór svo margsinnis yfir hann og breytti til þess að laga
hann að hugmyndaheimi íslenzkra barna, eru hinar fimm mismun-
andi gerðir prentaðar hér í réttri röð.
1) Sóða-Simbi
Hann Sóða-Simbi: það var fallegur karl. Þið hefðuð átt að sjá hann. Þar sem
hann sá vatn, hljóp hann burt þaðan, því hann vildi aldrei þvo sér. Hann
lofaði aldrei að klippa sig eða greiða sjer, enda var hárið á honum úfið eins
og hrafns-stjel eptir norðan-kafaid. Simbi hafði svo stórar neglur á fingrun-
um, að þær voru fullan þumlung fram af gómunum, - bía! Það hefur verið
dáfallegur drengur; hvað synist þjer! Enginn maður vildi sjá hann og eng-
inn leika sjer við hann, svo var hann sóðalegur. Hann varð ekki hafður til
að moka fjós, auk heldur til annars. Ef hann kom einhvern tíma í barnahóp,
þá æptu þau að honum og sögðu:
Simbi kemur hann sízt er þarfur
svartur er hann eins og tarfur
aldrei hreinkast aulans hjassinn
af sjer þvær hann aldrei trassinn.
Hvernig lízt þjer á? O, ekki vel - Það er ekki von. Vertu hreinlátur þá
verður þú heilsu-góður, og öllum þykir þá vænt um þig. En ef þú lofar ekki
að þvo þjer og greiða, muntu bráðum verða líkur honum Sóða-Simba.
2) Sölmundur Sóði
Hann Sölmundur Sóði: það var fallegur karl. Þið hefðuð átt að sjá hann.
Hvar sem hann sá vatn, hljóp hann burt þaðan, því það fjekkst aldrei af