Skírnir - 01.04.1988, Side 35
SKÍRNIR UM BARNAGULL JÓNS ÁRNASONAR
29
honum að þvo sjer. Hann lofaði aldrei að klippa sig eða greiða sjer, enda var
hárið á honum úfið eins og hrafns-stjel eptir norðan-kafald. Sölmundur
hafði líka svo stórar neglur á fingrunum, að þær stóðu fullan þumlung fram
af gómunum, - bía! Það var þokkapiltur; hvað synist ykkur! Enginn maður
vildi sjá hann og ekkert barn leika sjer við hann, svo var hann sóðalegur.
Hann varð ekki einu sinni hafður til að moka fjós, því síður til annars. Ef
hann kom einhvern tíma í barnahóp, þá æptu þau að honum og sögðu:
Mundi kemur mjög óþarfur
moldugur er hann eins og tarfur
aldrei hreinkast aulahjassinn
af sjer þvær hann aldrei trassinn.
Hvernig lízt ykkur á? Já, þvílík ósköp. Verið hreinlát [aðeins leiðrétt
hingað, textinn heldur svo áfram eins og í gerð 1]...
3) Sölmundur saurgi
Sölmundur var fallegur karl ó fyrir framan. Þið hefðuð átt að sjá hann. Það
sást ekki á honum mannsmynd fyrir for og skarni; svo var hann saurugur
og óhreinlegur. Það var ekki heldur furða, því hann hljóp æfinlega í felur,
þegar átti að þvo honum. Meðan hún móðir hans lifði, hafði hann þó
höfuðið hreint; því hvernig sem hann hrein og æpti, á meðan hún var að
hirða um það, þá kærði hún sig ekki um það, rækslukonan sú. En þegar hún
dó, og Sölmundur fór í niðursetu til hans Hallvarðar á Króki, fjekkst aldrei
af honum að hirða um höfuðuð á sjer, þó Hallvarður minnti hann á það
þráfaldlega. Hárið á honum var þá úfið eins [og] hrafnsstjel eptir norðan-
kafald, og loksins fjekk hann geitur ofan í brýr. Sölmundur hafði líka svo
stórar neglur - því hann skar þær aldrei nje klippti -, að þær stóðu fullan
þumlung fram af fingurgómunum. Það var þokka-piltur, hitt þó heldur.
Enginn maður vildi sjá hann, og ekkert barn leika sjer við; svo var hann
óþverralegur. Mikið vantar þau börn, sem hreinlæti vantar; að minsta kosti
hafa þau fyrirgert góðum þokka annara manna til sín, og optast nær heilsu
sjátfra sín. Þar rekur og að, að hvert það barn, sem ekki vill lofa að hirða um
sig, eða gegnir því [ekki], þegar það er áminnt um hreinlæti, því reiðir ekki
betur af, en Sölmundi saurga.
4) Sölmundur saurgi
Sölmundur var fallegur karl ó fyrir framan. Þið hefðuð átt að sjá hann, börn
litlu. Það sást ekki á honum mannsmynd fyrir for og skarni; svo var hann
alla jafna saurugur og óhreinlegur. Það var ekki heldur furða, því hann
hljóp æfinlega í felur, þegar átti að þvo honum. En ef hann var úti í rign-
ingu, þar sem pollar komu, öslaði hann æfinlega yfir þá þvera og endilanga,