Skírnir - 01.04.1988, Page 42
36
HERMANN PÁLSSON
SKÍRNIR
tæi, rétt eins og fjallhnjúkur yfir láglendi. Njála ber langt af flestum
þeim sögum sem höfundur hennar færði sér í nyt, en án þeirra hefði
honum aldrei auðnast að skapa þvílíkt listaverk.
Enn munu vera til þeir fræðimenn sem halda slíkri tryggð við
hugsjónir sagnfestu frá blómaskeiði hennar að þeir beita Hrafn-
kötlu í því skyni að skýra eðli og uppruna Hrafnkels sögu Freys-
goða. En minningu mikilhæfs fræðimanns og rithöfundar er eng-
inn greiði með því gerður að ríghalda í þær kenningar hans sem
hvergi fá staðist. Sá ljóður er sem sé á Hrafnkötlu að Sigurður
Nordal staðhæfir þar ýmislegt sem er annaðtveggja: afsannanlegt
ella þá ósennilegt með öllu. Hér skal einungis drepið á tvennt. I
fyrsta lagi slær hann því föstu að áhrifa útlendra bókmennta verði
lítt vart í Hrafnkels sögu, og á hinn bóginn telur hann að orðskviðir
hennar séu komnir af alþýðu vörum. Hér er vitaskuld um að ræða
atriði sem eru engan veginn óskyld, enda eru sum spakmæli sög-
unnar víslega þegin úr útlendum ritum og munu lítt hafa tíðkast í
mæltu máli.
Með því að setja syn fyrir skyldleika Hrafnkels sögu við útlendar
bækur hefur Sigurður Nordal höggvið á rætur hennar, einangrað
hana frá uppruna sínum og andlegu umhverfi. Það gengi nánast
kraftaverki næst ef Hrafnkels saga, sem að hyggju Nordals „er,
þegar á allt er litið, ein fullkomnasta stutta bóksaga (short novel),“
sem til er í heimsbókmenntunum, hefði getað skapast af íslenskum
hugmyndum og efniviði einum saman. Hér er margs að gæta, og
áður en trúnaður er lagður á þá staðhæfingu að Hrafnkels saga sé
lítt snortin af útlendum áhrifum, er rétt að hyggja lauslega að öðr-
um sögum.
Eins og öllum fræðimönnum er kunnugt, þá kinokuðu sagna-
meistarar sér ekki við að hagnýta eldri sögur sem fjölluðu um svip-
aða atburði og þeir voru að fást við sjálfir. Um slík vandamál er
rækilega skrifað í formálum íslenskrafornrita sem hófust árið 1933
og eru mikilvægt afrek á sínu sviði. Þar og raunar víðar er getið ým-
issa fanga sem sagnameistarar sóttu í útlend rit sem snarað var á
móðurmálið í fyrndinni. Hér skal lauslega minna á Spesarþátt
Grettlu, sem þeginn er úr Tristrams sögu; Hlöðu-Kálfs þátt í
Glúmu, sem kominn er úr Disciplina clericalis, eða Leiðarvísan
lænsveins eins og ritið er nú kallað á íslensku. I Njálu blasa við