Skírnir - 01.04.1988, Page 44
38
HERMANN PÁLSSON
SKÍRNIR
gerð, hvernig sögusmiður skipar fólki í tiltekin hlutverk og velur
þeim orð og athafnir í samræmi við kröfur um listrænt mynstur;
fimmta hliðin táknar þá þætti E-glu, sem vita sérstaklega að samtíð
höfundar og lúta að raunverulegri reynslu hans; hin sjötta er
skuggsjá af kynnum höfundar af ýmiss konar letrum, í bundnu
máli og óbundnu. Höfundur Eglu stundaði þá iðju sem kallaðist
bókagerð; Ari fróði minnist á hana í upphafi kvers: „íslendinga
bókgörða eg fyrst biskupum vorum ..Eglu-smiður nam iðn sína
með því móti að lesa bækur forvera sinna, og auk þess bjó hann að
þeirri kunnáttu sem hann hlaut í skóla. Guðmundur góði var ekki
eini íslenski pilturinn fyrr á öldum sem var barinn til bókar.
Líkön af íslendingasögum sem fela í sér skipulega rannsókn á
eðli þeirra ættu að skýra fyrir mönnum uppruna þeirra um leið;
slíkar athuganir hljóta að veita nokkra lausn á þeirri torræðu gátu
hvernig sögur urðu til. I slíku skyni verður skilyrðislaust að hlíta
þeim handritum sem best eru til og upprunalegust. Ein ástæðan til
þess hve illa Sigurði Nordal gekk að átta sig á eðli Hrafnkels sögu
var einmitt oftrú hans og annarra fræðimanna á styttri gerð sög-
unnar; slíkri trúgirni fylgdi jafnan óbeit á hinni lengri. En útgáfa
Jóns Helgasonar á Hrafnkels sögu árið 1950 leiddi til nýrra hug-
mynda um upphaflega gerð sögunnar. Þótt Jón legði styttri textann
til grundvallar, þá innti hann svo ríflega leshætti úr hinni lengri að
nú gafst færi á að sjá hið forna listaverk í öðru og fegurra ljósi en
áður. Síðan hefur Peter Springborg unnið ötullega að rannsóknum
á öllum handritum Hrafnkels sögu, og verður þess væntanlega ekki
langt að bíða að árangur þeirra rannsókna verði alþjóð kunnur.
Fyrstur útgefanda sögunnar leggur Peter Springborg lengri gerðina
til grundvallar, og má það teljast mikill viðburður í bókmennta-
sögu fátækrar þjóðar við ystu síðu heims þegar útgáfa hans kemst
í bókabúðir hennar á næstu misserum.
Mikill mannfagnaður er að nýrri útgáfu á Islendingasögum,2 en
þar er í fyrsta sinn komin á prent lengri gerð Hrafnkels sögu, eftir
texta frá Peter Springborg. Ég á bágt með að trúa því að þessi útgáfa
verði ekki til þess að glæða betri skilning á sögunni í brjóstum
þeirra manna sem enn hafa áhuga á slíkum fræðum. Þó er einn ljóð-
ur á útgáfu þessari. Það kemur ærið undarlega fyrir sjónir að í henni
er Hrafnkell Freysgoði sérstaklega bendlaður við skógarhögg, og