Skírnir - 01.04.1988, Page 45
SKÍRNIR
BÆKUR ÆXLAST AF BÓKUM
39
það áður en hann hrökklast frá Aðalbóli og fer að fella tré austur í
Fljótsdal. Sámi er eignaður svofelldur dómur um goðann: „Hefir
hann jafnan verið góður bolöxar. “ Hér er texti Þorleifs í Grafarkoti
brenglaður: skáletraða orðið ritar hann bodauxar, sem er annað-
hvort bóðöxar eða boðöxar. En eins og bent hefur verið á í Griplu,
þá mun setningin hafa hljóðað svo upphaflega: Hefir hann jafnan
góður verið blóðöxar. “
Þótt höfundi Hrafnkels sögu hafi verið brigslað um ýmsa
ósvinnu á þessari öld, þá er engin ástæða til að ætla að hann hafi
ruglað saman bolöxi (sem var notuð til að merkja og höggva tré í
skógi) og blóðöxi (sem var notuð til að höggva stórgripi). Sámur
lætur sér þessa setningu um munn fara einmitt í þeirri andrá þegar
honum hefur verið sagt að Hrafnkell hafi drepið saklausan smala-
mann sinn. Með orðunum „Hefir hann jafnan góður verið blóðöx-
ar“ er átt við að Hrafnkell hafi vegið menn að mun hennar, svo að
notað sé orðbragð úr fornum kveðskap. Fleiru slátrar Hrafnkell en
baulum einum saman.3
Þegar áhrif frá útlendum letrum á fornsögur vorar hafa verið
könnuð til hlítar, verður miklum mun auðveldara að gera sér grein
fyrir uppruna annarra þátta í þeim, svo sem arfsagna. Við rann-
sóknir á útlendum lærdómi í sögum þykir skylt að glíma við tvenns
konar vandamál: annars vegar að rekja uppruna þeirra eftir þeim
slóðum sem heimildir vísa til, og á hinn bóginn að skýra hlutverk
þeirra og tilgang í íslensku verki. Um uppruna spakmæla og ann-
arra eftirminnilegra setninga í fornsögum er það skemmst að segja
að margt af því tæi var tekið úr latneskum ritum sem lesin voru í
skólum; ýmsum þeirra var snarað á íslensku; stundum, en þó ekki
alltaf, hafa sagnasmiðir stuðst við þýðingu fremur en latneska
frumtextann. Notkun spakmæla og annarra atriða úr latneskum
ritum í hinum betri sögum ber skýrt vitni um menntun höfunda,
sem hirtu ekki annað efni en ritsmíðinni hæfði, og þar var því fund-
inn maklegur staður í sköpuðu verki. ívarsþáttur Ingimundarson-
ar er prýðilegt dæmi um snilld í frásögn. Þátturinn segir frá skáldi
sem verður ekki mönnum sinnandi eftir að bróðir hans hefur tekið
frá honum þá konu sem hann unni mest. Eysteinn konungur reynir
á ýmsa lund að finna skáldi fró, en Ivar tekur öllu með tregð og sút,
uns Eysteinn hittir naglann á höfuðið með svofelldum spekiorðum