Skírnir - 01.04.1988, Page 46
40
HERMANN PÁLSSON
SKÍRNIR
sem runnin eru sunnan úr álfu: „Það verður stundum að mönnum
verður harms síns að léttara er um er rætt.“ Og með slíku bragði
batnar ívari skjótt. Spakmælið er ekki einungis kjarninn í þættin-
um, heldur má jafnvel segja að þátturinn í heild sé eins konar skýr-
ing á gildi spekiorðanna og dæmi um hlutverk þeirra um leið.
I Hrafnkels sögu eru spakmæli mikilvægir liðir í rökum frásagnar,
eins og ég mun drepa á síðar.
Spakmæli eru vitaskuld ekki nema brot af því efni sem sagna-
smiðir fyrr á öldum sóttu í suðræn rit. Og með því að enginn hefur
samið ítarlega skrá yfir slíka hluti, þykir mér rétt að ræða nokkuð
um tvo staði í fornsögum sem sýna, hvor með sínum hætti, hvernig
fornir höfundar notfærðu sér útlendan lærdóm.
I íslendingasögu Sturlu Þórðarsonar er merkileg lýsing á útför
Guðmundar biskups Arasonar hinn 20. mars 1237: „Jón prestur
söng líksöng, en Kolbeinn kaldaljós þakkaði líkferðina og mælti
fagurt erindi yfir greftinum.“ I fljótu bragði virðist það undarlegt
að leikmaður skyldi tala yfir moldum biskups. Á hitt ber þó að líta
að hér kann forn vinátta að hafa ráðið miklu um. Tæpum fjörutíu
árum áður (veturinn 1198-9) hafði Guðmundur verið um hríð
prestur á Reynistað með Kolbeini; auk þess voru þeir mægðir:
móðurbróðir Kolbeins (og einn besti vinur Guðmundar) var
kvæntur föðursystur Guðmundar. Þegar hér var komið sögu
munu ekki ýkjamargir fornvinir biskups hafa verið ofan moldar. I
þokkabót var Kolbeinn kaldaljós tengdur við Hólastól. Brandur
afi hans var þar biskup næstur á undan Guðmundi Arasyni, og eftir
fráfall Guðmundar verður Kolbeinn ráðsmaður Hólastaðar um
hríð.
Þótt enginn vafi leiki á því að Sturla Þórðarson fer hér með rétt
mál, þá bregður svo undarlega við í Guðmundar sögu Arngríms
Brandssonar að þar er Kolbeins kaldaljóss hvergi getið, heldur far-
ast Þingeyramunki orð á þessa lund: „Yfir grefti virðulegs herra
Guðmundar góða gerir einn klerkur, prestur að vígslu, þvílíkan
sermonem sem hér stendur skrifaður."
Þegar haft er í huga að Alexanders saga er komin frá hendi
Brands Jónssonar, sem varð biskup á Hólum um það bil aldar-
fjórðungi eftir fráfall Guðmundar biskups hins góða, þá virðist það
engan veginn út í hött að sækja þangað hugmyndir í eftirmæli Guð-