Skírnir - 01.04.1988, Page 47
SKÍRNIR
BÆKUR ÆXLAST AF BÓKUM
41
mundar. Útfararræða hins óþekkta klerks hefst á svofellda lund, en
henni verður til samanburðar hugleiðing Galteríusar við lát Dar-
íusar Persakonungs í sjöundu bók:
Sælar væri kristinna manna sálur, Sælar væri sálurnar [... ] ef þær
ef þær aðgeymdi iðulega hvílík vissi fyrir hvað hinn góði maður
verðlaun góður maður tekur fyrir tekur upp fyrir sína tilstundan
sínahjartalegaþjónustu ásíðasta erhannfer af heiminum [...]
degi sem guð slítur manninn sundur eða hvert hún skal hverfa síðan
í tvo hluti og skilur með líkama er skilnaður er ger hennar og
og sálu. líkamans ...
(Guðmundarsaga, bls. 159)5 (Alexanders saga, bls. 109-110)6.
Orfáum setningum aftar í líkræðunni í Guðmundar s 'ógu er vikið
að ágjörnum mönnum sem ræna kirkjurnar góðsi sínu, og virðist
þar vera um að ræða bergmál frá Alexanders sögu. Hitt er þó öllu
merkilegra að í líkræðunni eru gefin í skyn líflát kirkjunnar þjóna.
I Alexanders sögu minnist Galterus samtímaviðburða:
Og ei heldur mundu þeir dirfast
heiftugar hendur að leggja á
kirkjunnarþjónustumenn með
meiðslum og limaláti eða
dirfast með öllu út að hella
þeirra banablóði, og enn síður
sjálfa biskupana að angra með
ánauð og útlegð...
(Guðmundarsaga, s. st.)
Og eigi væri þá drepnir
skammt í frá oss, sem vér
höfum nýlega spurt, helgir
biskupar: Róbertur í Flandur,
Thómas í Englandi.
(Alexanders saga, bls. 110)
Skiljanlegt má það teljast að bróðir Arngrímur skyldi heldur
vilja hafa vígðan prest yfir moldum biskups en Kolbein kaldaljós,
sem virðist þó hafa verið einn af þeim kurteisu gáfumönnum sem
löngum hafa prýtt Skagafjörð. Vafalaust hefur Arngrímur samið
líkræðuna sjálfur. Enginn veit hvernig henni og verki Arngríms í
heild var tekið í páfagarði, og þó er svo mikið víst að öll fyrirhöfn
hans í bundnu máli og óbundnu var unnin fyrir gýg: hún hrökk
ekki til að hnippa svo við ráðamönnum kirkjunnar þar syðra að
Guðmundur yrði tekinn í tölu dýrlinga. Norðlendingar hafa löng-
um harmað að viðleitni bróður Arngríms bar engan árangur. En
vissulega væri það kaldhæðni í sögu norðlenskrar kristni ef ástæð-