Skírnir - 01.04.1988, Page 52
46
HERMANN PÁLSSON
SKÍRNIR
Þá rétti hann fram hálsinn og bað sig höggva þann mann er honum var
næstur. En er hann féll, þá hjuggust þeir, bræður og frændur, hver sinn
hinn kærasta vin, og fékk Vulteius þann dauða og hans lið er hann mundi
kjósa. Nú hlaupa menn Pompeii upp á flotann og undruðust mjög er þeir
sáu þar nálega alla menn dauða. Tóku þeir síðan vopn þeirra og fjárhluti og
varð þeirra manna fall nálega frægt um allan heim. (Rómverja saga, bls.
114)
Enginn vafi getur leikið á því að hér eru á ferðinni þau hin fornu
minni sem minnst er í Sverris sögu, þau dæmi um hvata drengi er
sjálfir bárust á vopn og drápust. I svarræðu sinni vísar Sverrir slíkri
hugmynd á bug og bendir réttilega á að slíkt sé heiðingja siður,
enda gerðust þessir atburðir Rómverja sögu nokkrum áratugum
fyrir Krists burð. En hér er ekki einungis um að ræða hugmynd
sem kemur illa heim við kristna kenningu, heldur er undarlega með
hana farið í Sverris sögu. Rómverjar vilja vegast sjálfir af þeirri sér-
stöku ástæðu að sómi þeirra liggur við og orðstír eftir dauðann, en
Birkibeinar hugsa um það eitt að losna úr nauðum.
Hér eins og víðar í sögum stingur útlendur lærdómur í stúf við
umhverfi sitt: Karli ábóta hefur ekki tekist að finna maklegan stað
í sköpuðu verki handa lítilli glefsu í Rómverja sógu. Allt öðru máli
gegnir um Hrafnkels sögu, þar sem persónur sögunnar tala yfirleitt
af slíkri snilld að fáir gætu betur gert eftir langa skólavist. Hrafnkell
Freysgoði bregður fyrir sig lærðum setningum á borð við þessa:
Vér megum þess oft iðrast að vér erum of málgir, og sjaldnar mundum
vér þess iðrast þótt vér mæltim færra en fleira.
Þessi spekiorð eru þegin úr riti sem tíðkaðist mjög í skólum álf-
unnar á þrettándu öld og fyrr, en áttu þó raunar rætur sínar að rekja
aftur fyrir Krists burð.10 Fornyrði af slíku tæi sem notuð eru í
Hrafnkels sögu munu lítt hafa komist á alþýðu varir, að minnsta
kosti ekki á þeim þverbaugum heims sem vér byggjum. Orðbragð
sögunnar ber með sér að höfundur hennar hefur haft yndi af mál-
snilldarlist og fortöiulist. Slíkt kemur glöggt fram í þeirri morgun-
ræðu sem ónefnd griðkona á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal lætur
dynja yfir hausamótum á húsbónda sínum einn bjartan sumardag.
I Hrafnkels sögu haldast orðskviðir og önnur kjarnyrði í hendur