Skírnir - 01.04.1988, Page 53
SKÍRNIR
BÆKUR ÆXLAST AF BOKUM
47
við dæmigerðar athafnir, svo sem að heita einhverju sem illt er að
efna; að velja forboðinn hlut þótt nóg sé um aðra sem heimilir eru;
að pína mann í þeim tilgangi að kveikja í huga hans samúð með
þjáningum annarra; að þyrma skæðum óvini; að færast of mikið í
fang; að sinna ekki heilræðum. Að slíku leyti sver Hrafnkels saga
sig í ætt við varnaðarsögur fyrri alda. Atburðum sögunnar er raðað
saman af stakri snilld: eitt atvik leiðir af öðru, allt frá heitstrengingu
Hrafnkels uns hann hverfur skammlífur af sviði að nestlokum. Slík
miðsamleg rök sögunnar, svo að notað sé orðtak Gunnlaugs
munks, bera ótvírætt með sér að hér er lærður höfundur að verki,
menntað sagnaskáld sem hefur numið íþrótt sína af útlendum bók-
um og í íslenskum skóla.
I inngangi sínum að Leifum fornra kristinna frœða íslenzkra
(Kaupmannahöfn 1878) segir Þorvaldur Bjarnason, móðurfaðir
Björns Þorsteinssonar, að ýmis hindurvitni í sögum séu komin úr
ritum Gregoríusar mikla. Og nýlega hefur verið bent á að Glámur
í Grettlu, sem löngum var talinn hreinræktaður Svíi úr Sylgisdöl-
um, hafi í rauninni verið suðrænn í aðra ættina; í fornum sögum
verður mörgu saman blandað. Eins og morgunræða kellu á Hrafn-
kelsstöðum, þá eru bölbænir þær sem Glámur þylur yfir Gretti
eina skammdegisnótt í Forsæludal ortar af manni sem hafði þegið
visku úr suðrænum ritum. Glámur sver sig rækilega í ætt við þá
djöfla sem bregður fyrir í heilagra manna sögu, enda er hann kall-
aður óhreinn andi í Grettlu og er svo magnaður að hann virðist
skjóta upp kollinum austur í Þrándheimi eftir að hann var brunn-
inn að köldum kolum í Húnavatnssýslu.
Nú er það ekkert nýmæli í fræðum að menn velti því fyrir sér
hvort tiltekið atriði í íslenskri fornsögu sé sprottið af einhverju sem
gerðist í raun og veru, ella þá þegið úr suðrænum letrum. I grein
sem birtist í Skírni fyrir örfáum árum innir Sverrir Tómasson
klausu úr Sverris sögu; þeirri tilvitnun lýkur með orðskviðnum
Sárt bítur soltin lús. Það veldur Sverri Tómassyni nokkrum áhyggj-
um að honum er ekki ljóst hvaðan hungruð pedíkúla nafna hans er
komin, og því verður honum spurt:
Getur notkun Sverris á málsháttum eins og þessum bent til skólanáms í
Færeyjum, eða vitnar hún um kunnáttu og reynslu Þingeyramunka? Sýnir