Skírnir - 01.04.1988, Síða 56
50
HERMANN PÁLSSON
SKÍRNIR
Neðanmálsgreinar
1. Grein þessi má heita samhljóða erindi sem ég flutti á fertugsafmæli
Mímis, 13. des. 1986, að öðru leyti en því að hér er sleppt nokkrum
klausum sem lutu sérstaklega að Mími og mönnum hans.
2. íslendinga sögur ogþattir. Síðara bindi. Ritstjórar: Bragi Halldórsson,
Jón Torfason, Sverrir Tómasson, Ornólfur Thorsson, (Reykjavík
1986).
3. Um orðtakið „að vera góður blóðöxar“ hefur Ólafur Halldórsson rit-
að einkar fróðlega í skýringum við Jómsvíkinga sögu, (Reykjavík
1969), bls. 93. Sjá einnig Griplu, V, (1982), bls. 311-13.
4. Handritum ber ekki alls kostar saman um orðalag, en í einu þeirra
hljóðar vísuhelmingur eftir Kolbein á þessa lund:
Ara vill, Guðmundur, görvast
glíkur Tómási að ríki,
nær liggur okkur við eyra,
erfingi höfðingja.
5. Biskupa sögur II, Kaupmannahöfn 1878.
6. Alexanders saga, útg. Finnur Jónsson, Kaupmannahöfn 1925.
7. Sverris saga, útg. Gustav Indrebo, Oslo 1981.
8. Hauksbók, útg. Finnur Jónsson, Kaupmannahöfn 1892-96.
9. Rómverja saga, útg. R. Meissner, Berlín 1910.
10. Hér er gert ráð fyrir því að setningin í Hrafnkels sögu sé komin frá
Publilius Syrus. Sjá rit mitt Mannfrœði Hrafnkels sögu og frumþœttir
sem væntanlega kemur út síðar á þessu ári.
11. Sverrir Tómasson, „Helgisögur, mælskufræði og forn frásagnarlist,"
Skírnir 1983, bls. 130-62.
12. Neðanmáls skal þess getið til gamans að hungurlús Sverris sögu er af
allt öðru sauðahúsi en þeir verkfákar Lúsa-Odda sem gengu „frá fóðri
hans hörunds á hinar ystu trefur sinna herbergja og létu þar þá við sólu
síður við blika“. Um þessa frægu mynd úr grænlensku mannlífi að
fornu hefur Jónas Kristjánsson fjallað af alkunnri snilld í doktorsrit-
gerð um Fóstbræðra sögu.