Skírnir - 01.04.1988, Síða 57
AÐALSTEINN INGÓLFSSON
Bók um bók frá bók . . .
Bókverk Diters Rot á íslandi, 1957-1961
Bók, -ar, bækur kv. 1 beykitré. 2 skrifuð eða prentuð eða til að skrifa (teikna) í.
3 biflía, heilög ritning, lögbók. 4 24 arkir af skrifpappír, 25 arkir af prentpappír.
5 ábreiða, klæði með myndvefnaði eða útsaumi.
(íslenzk orðabók, Rvk. 1963 ).
Engum félagsmanni í hinu virðulega íslenska Bókmenntafélagi
dytti í hug að véfengja að Skírnir, tímarit félagsins, fjallaði að jafn-
aði um bókmenntir í einhverri mynd. Sjálfsagt er mönnum einnig
tamt að setja samasemmerki milli þeirra bókmennta og þess hand-
hæga fyrirbæris sem við nefnum „bók“.
En í skilgreiningu Islenzkrar orðabókar hér í upphafi á fyrirbær-
inu „bók“, eru bókmenntir, það er skáldverk, ekki nefndar einu
orði. Strangt til tekið má því veifa beykitré eða hampa 24 örkum af
skrifpappír, og kalla hvorttveggja bók.
Þegar mönnum er tíðrætt um að bókin standi höllum fæti, meina
þeir iðulega að bókmenntirnar, hinn frumsamdi texti, standi höll-
um fæti. En „bókin“, þessi ágæti erfðagripur sem fært hefur oss
bókmenntirnar, er ekki á undanhaldi, heldur hefur hún á síðustu
tveimur áratugum tekið á sig nýjar myndir og öðlast við það fleiri
líf en kötturinn.
Lífgjafar bókarinnar, ef taka má svo sterkt til orða, komu ekki úr
röðum bókmenntamanna, heldur myndlistarmanna ýmiss konar,
sem skynjuðu það sem orðabókin er að reyna að segja okkur,
nefnilega að „bók“ og „bókmenntir“ eru tvö óskyld fyrirbæri.
Þessir myndlistarmenn áttuðu sig einnig á því að eðli sínu sam-
kvæmt var bókin vel til þess faliin að samræma ýmsa þætti í nútíma
listsköpun. Myndlist síðasta aldarfjórðungs hefur einmitt ein-
kennst af áköfum tilraunum til að sætta listgreinar innbyrðis, og að