Skírnir - 01.04.1988, Qupperneq 60
54
AÐALSTEINN INGÓLFSSON
SKÍRNIR
verka, kemur nafn þýsk-svissneska listamannsins Dieters Roth,
eða Diters Rot, eins og hann kallaði sig á Islandi, æði oft við sögu.
Bandaríski listfræðingurinn Peter Frank, sem hefur sérstaklega lagt
fyrir sig rannsóknir á bókagerð myndlistarmanna, fullyrðir raunar
að enginn nútímalistamaður hafi lagt meira af mörkum til þeirrar
listgreinar en Roth.2
Hér á landi bjó Rot - en hér á eftir mun ég nota hið „íslenska“
nafn hans - nær samfellt frá 1957 til 1961, og af og til eftir það fram
til 1981. Vann hann fyrir sér sem hönnuður og reyndist bæði mikil-
virkur og fjölhæfur, því eftir hann liggja bókakápur, bæklingar,
auglýsingar, skartgripir, húsgögn, garðaarkitektúr, keramík, gler-
munir, húsalíkön, og er þá ekki allt upp talið.
Fyrir sjálfan sig vann Rot grafík, málverk, þrívíð myndverk af
ýmsu tagi, - og svo bókverk, sem eru hið eiginlega tilefni þessarar
greinar.
A ferli sínum hefur Rot gert á annað hundrað bækur, allt frá
„venjulegum“ ljóðabókum og frásögnum, upp í bókverk sem
reyna með margvíslegum hætti á bókarformið jafnt sem á þolrif
lesandans/skoðandans.
A árunum 1957-1970, þegar Rot var nátengdur íslandi og ís-
lenskum listamönnum, gerði hann um 45 bækur, en af þeim voru
rúmlega 30 unnar á íslandi, þrykktar í ýmsum prentsmiðjum á
Reykjavíkursvæðinu (Prentsmiðju Jóns Helgasonar, Hólum og
Litbrá) undir umsjón Rots og/eða í samvinnu við íslenska mynd-
listarmenn, rithöfunda og prentara.
Oft er hráefni þessara bóka, svo og annarra sem þrykktar voru
erlendis, af íslenskum toga: afgangar úr íslenskum prentsmiðjum,
póstkort, hasarblöð, litabækur, dagblöð (Þjóðviljinn) og tímarit
(Vikan).
Þar að auki eru í mörgum þessara bóka/bókverka orðaleikir eða
útúrsnúningar á íslenskri tungu (margar bókanna nefnast einfald-
lega bok 1, bok 2 o. s. frv.), einkum þeim sem byggðar eru á vasa-
kompum og dagbókum Rots.
I þessari grein er ætlun mín að gera grein fyrir bókagerð Rots
þann tíma sem hann var að mestu heimilisfastur á íslandi, og skoða
hana í ljósi þeirra aðstæðna sem hann bjó við, og þeirra hugmynda
sem hann aðhylltist.