Skírnir - 01.04.1988, Síða 63
SKÍRNIR
BÓK UM BÓK FRÁ BÓK . . .
57
urinn verður einnig fyrir hughrifum, gegnum augu, eyru og önnur
skilningarvit, hann neytir þeirra, meltir þau og skilar þeim af sér
sem „listaverkum", misjafnlega áhrifamiklum, eftir því hver á í
hlut.
Hvað Rot snertir, er „listsköpunin" eins og lífið sjálft, opin í
báða enda, afleiðing af öllu því sem hendir einstakling, sem lært
hefur að fara með ákveðin efni og verkf æri; hvorki meira né minna.
Ef við lítum svo á að myndlist sé bundin af ákveðnum „stíl“, er
okkur vitaskuld frjálst að nota hugtök eins og „stílrof" eða „útúr-
dúr“. En ef við lítum á hana sem eðlilegan þátt í daglegu lífi, er
henni fátt óviðkomandi. Engar „þverstæður" er að finna í slíkri
hvunndagslist, þar geta konkret myndlist og rómantískar sonnett-
ur farið saman, svo og „listræn“ og „ólistræn” föng úr ýmsum
áttum.
Tilfinningasveiflur einstaklings geta þar skipt eins miklu máli og
formleg og tæknileg atriði.
Allt um það lagði Rot mikið kapp á að standa konkretistum á
sporði og tókst svo vel upp, að ýmsir forsvarsmenn þeirrar stefnu,
meðal annars nokkrir þeir sem nefndir eru hér að framan, töldu
hann fljótt í sínum hópi. Verk eftir Rot voru sýnd á konkret sýn-
ingum Svisslendinga af og til allan sjötta áratuginn og árið 1960,
þegar listamaðurinn var í raun kominn út fyrir ramma konkret
listar, valdi Max Bill verk eftir hann til sýningar á alþjóðlegri kon-
kret myndlist í Zurich, bauð honum auk þess kennarastarf við
höfuðstöðvar konkret listar, Hochschule fur Gestaltung í Ulm.
A sama tíma voru textar með konkret yfirbragði eftir Rot birtir
í bæklingum, tímaritum og bókum sem helgaðar voru slíku efni.
Lauslega áætlað er slíka texta hans, með eða án grafískrar umgjörð-
ar, að finna í u. þ. b. tveimur tugum rita, sem gefin voru út á tíma-
bilinu 1955-1965, auk þess sem konkret textar eru uppistaðan í
nokkrum fyrstu bókum og handritum Rots, t. d. ideogramme
(1959) og bok 1956-59 (1959).
Frá bókmenntum til bókverka
. . . prentlistin á að þjóna bókmenntunum. Aðrir gætu sagt með sama rétti:
bókmenntirnar eiga að þjóna prentlistinni. Hvort tveggja gæti verið rétt, en
hvorugt segði þó söguna alla: milli þessara skauta er heill heimur óteljandi