Skírnir - 01.04.1988, Síða 65
SKÍRNIR
BÓK UM BÓK FRÁ BÓK . . .
59
bjúgu“ í takmörkuðu upplagi, en um þau er nánar getið í niðurlagi
þessarar greinar.
Samtímis hefur Rot haldið uppi merki ýmissa höfunda, sem
standa utan við viðurkennda bókmenntahefð og skrifa af einlægni
hjartans, t. d. hins svissneska Roberts Walser. A Islandi las hann
helst bækur Þórbergs Þórðarsonar, Theódórs Friðrikssonar og
Tryggva Emilssonar, auk þess sem hann fylgdist náið með minn-
ingargreinum í Tímanum og tímaritinu Heima er bezt, sem hann
kallaði „sannar alþýðubókmenntir".
Ritstíll Halldórs Laxness fannst honum hins vegar of „tillærður
og tilgerðarlegur".4
Rot hefur einnig gefið út texta eftir marga óþekkta höfunda, ís-
lenska sem erlenda, og eftir hann sjálfan liggja um fjörutíu bækur
með ólíkum textum.
Fyrstu bækur/bókverk Rots, og þá sérstaklega þau verk sem
hann gaf út í Reykjavík á árunum 1957—1961, eiga þó meira skylt
við myndlist en bókmenntir. Annars vegar eru bókverk sem í víð-
asta skilningi sverja sig í ætt við konkret/geómetríska myndlist,
byggjast á tilviljunarkenndri eða rökrænni þróun óhlutbundinna
forma í litum eða svart/hvítu, sjá kinderbuch, bilderbuch, book
(1958) og bok 2 a (1960).
Hins vegar eru bókverk sem eru meir í ætt við konkret ljóðlist,
sjá bok 1956-59. En samkvæmt eðli konkret ljóðlistar er erfitt að
gera skarpan greinarmun á þessum tveimur gerðum bókverka, - á
sjóngildi geómetrískra forma annars vegar og sjóngildi stafa og
orða hins vegar.
Á þessu stigi er rétt að velta fyrir sér hvers vegna Rot valdi sér
form bókarinnar til að koma myndlistarhugmyndum til skila.
Tæplega var það fyrir áhrif frá frumherjum í gerð bókverka, ítölsku
og rússnesku fútúristunum, þar sem verk þeirra voru nær óþekkt
langt fram á sjöunda áratuginn.
í samtali við breska myndlistarmanninn Richard Hamilton
skýrir Rot viðhorf sitt til bókar og myndverks:
Mér finnst beinlínis óþægilegt að hugsa til þess að ég hafi gert einstök verk,
því þau bætast bara við ruslahauginn í kringum okkur. Þau þjaka sálina í
manni. Og því stærri og þyngri sem þessi verk eru, því meir þjaka þau