Skírnir - 01.04.1988, Qupperneq 70
64
AÐALSTEINN INGÓLFSSON
SKÍRNIR
ingaiðnaði því næsta lítinn áhuga á útlendum hönnuði, þó svo hann
hefði bestu fáanlegu meðmæli frá Kaupmannahöfn. Þeir sem feng-
ust til að skoða í möppu Rots, kunnu ekki að meta hinn fábrotna
konkretstíl á hönnunarverkefnum hans, en sá stíll var þá efst á
baugi í svissneskri og danskri hönnun.
Einn prentsmiðjustjóri í Reykjavík sagði Rot að fara rakleiðis
„til Rússlands eða andskotans með þetta“.4
Ekki gat Rot heldur búist við jákvæðum viðbrögðum íslenskra
myndlistarmanna. Framvarðasveit íslenskrar nútímamyndlistar,
Septembermennirnir, höfðu náð að brjóta ís almenningsálitsins og
voru þeir nú önnum kafnir við að treysta stöðu sína í menningarlíf-
inu.
Þeir voru tortryggnir í garð aðkomumanna, sem líklegir voru til
að taka spón úr aski þeirra, ekki síst ef þeir aðhylltust önnur við-
horf í myndlist en hina franskættuðu afstraktlist, geómetríska og
síðar ljóðræna, sem þá var efst á baugi. Auk þess voru þeir mynd-
listarmenn, sem höfðu lífsviðurværi sitt að einhverju leyti af aug-
lýsingagerð, litnir hornauga af staðföstum hugsjónamönnum í ís-
lenskri myndlist.
Rot, með sína germönsku meinlætastefnu í myndlist og hönnun,
þótti bæði skrýtinn fugl og varhugaverður. Ekki bætti úr skák að
hann var ófeiminn að láta í ljós skoðanir sínar á ýmsu því sem kom
honum einkennilega fyrir sjónir í íslensku menningarlífi.
Allt varð þetta til að draga úr atvinnumöguleikum hans á Is-
landi.5
En þau Rot og Sigríður, kona hans, höfðu ekki efni á að sitja auð-
um höndum. Með því að hafa allar klær úti, tókst þeim að verða sér
úti um tímabundna hönnunarvinnu af ýmsu tagi, til dæmis á bóka-
kápum, tímaritum, skarti, innréttingum, og glervöru. Þetta var
stopul vinna, illa borguð og stundum alls ekki, og fram á sjöunda
áratuginn vann Sigríður að mestu fyrir fjölskyldunni við „art
therapy" og kennslu á reykvískum sjúkrahúsum.
í gegnum þessa íhlaupavinnu eignaðist Rot flesta vini sína og
kunningja, menn sem sáu hann að verki og fannst mikið til um hug-
myndir hans og vinnubrögð. Annars vegar voru ýmsir aðilar í
prentiðnaðinum, til að mynda Jón Hjálmarsson, Páll Bjarnason,