Skírnir - 01.04.1988, Side 79
SKÍRNIR
BÓK UM BÓK FRÁ BÓK . . .
65
Marteinn Viggósson, Sverrir Sveinsson og Rafn Hafnfjörð, sem
síðar komu við sögu nokkurra bóka Rots.
Hins vegar voru listamenn eða hönnuðir, sem voru á líku reki og
Rot, framsæknir, nýjungagjarnir, og oft nýkomnir heim til Islands
að loknu námi erlendis. Þar má nefna Hörð Agústsson listmálara
og hönnuð, Einar Braga skáld, Guðmund Kr. Kristinsson og Man-
freð Vilhjálmsson, arkitekta, Ragnar Kjartansson, myndhöggvara
og keramíker, Jón H. Björnsson, landslagsarkitekt, Magnús
Pálsson, leikmyndahönnuð og myndlistarmann, Flosa Olafsson,
leikara, Gunnar Malmberg, gullsmið, Leif Þórarinsson, tónskáld,
og Andrés Kolbeinsson, tónlistarmann og ljósmyndara.
Þessir vinir Rots voru opnir fyrir hugmyndum hans, eða voru að
minnsta kosti umburðarlyndir gagnvart þeim, könnuðust við ein-
hverjar þeirra að utan; töldu sig alltént ekki þurfa að standa vörð
um íslenska menningu gegn útlendingum, eins og margir eldri
starfsbræður þeirra.
Flestir héldu þeir tryggð við Rot allan þann tíma sem hann dvaldi
á íslandi, og gátu hlaupið undir bagga með þeim hjónum, Sigríði og
honum, með því að útvega þeim verkefni.
Þau verkefni gengu ekki alltaf snurðulaust fyrir sig. Hörður
Ágústssson, einn ritstjóra Birtings, fól til dæmis Rot að sjá um útlit
fyrra tölublaðs ársins 1957 (1-2).
Sú ákvörðun Rots að gera ekki skýran greinarmun á fyrirsögn-
um og texta, opna lesdálka hægra megin, raða ljóðum þannig að
snúa þurfti síðum sitt á hvað til að lesa þau, og breyta auglýsinga-
síðum í sérstakar komposisjónir með kolsvörtum konkret
blökkum, - allt skipti þetta bæði ritstjórn og lesendum Birtings í
tvo hópa, og kom af stað ágreiningi, sem var í senn af persónuleg-
um og menningarpólitískum toga, sjá tilvitnun í grein eftir Thor
Vilhjálmsson hér að framan.6
Forlag ed og fyrstu bœkur
. . . búðu til myndir úr hlutum, tilfinningum, draumsýnum, athugasemd-
um, slysum sem verða í myndunum búðu til (hvenær sem er) bunka úr
5 — Skírnir