Skírnir - 01.04.1988, Qupperneq 80
66
AÐALSTEINN INGÓLFSSON
SKÍRNIR
myndum sem þér geðjast að, einhverjum geðjast að, sumum geðjast að,
engum geðjast að og gerðu úr þeim bók.
(diter rot - Inngangur að sýningunni „Snow with an ending“,
Philadelphia College of Art, sept. 1964)
Ekki hafði Rot verið ýkja lengi á Islandi er hann hóf að huga að út-
gáfu bóka og bókverka. Meðal kunningja hans voru nokkrir ungir
rithöfundar og bókmenntamenn, þar á meðal Einar Bragi. Þeir
höfðu kynnst snemma sumars 1957, sennilega um það bil sem Rot
hóf vinnu við hið umdeilda Birtingshefti. Einar Bragi var þá einn af
ritstjórum þess, ásamt Herði, Jóni Oskari og Thor Vilhjálmssyni,
og er úfar risu sem hæst út af útlitshönnun Rots, var Einar Bragi
Rots megin í deilunni, ásamt Herði og Jóni Óskari. Undirritaði
hann stuðningsyfirlýsingu við Rot, sem birtist í Birtingi 2, 1958,
ásamt með ádrepu Thors, sem áður er vitnað í.
Um haustið 1957 fluttu þau Sigríður og Rot úr Garðahreppnum
og í næsta nágrenni við Einar Braga í Reykjavík, og urðu þeir félag-
ar brátt „daglegir heimagangar hvor hjá öðrum“, svo notuð séu orð
Einars Braga.1
Sá samgangur leiddi af sér ýmislega samvinnu og ekki leið á
löngu uns þeir Rot og Einar Bragi fóru í alvöru að ræða stofnun lít-
ils útgáfufyrirtækis, aðallega til að koma á framfæri eigin bókum og
kunningja.
A þessum haustmánuðum varð svo „forlag ed“ ( Einar og Diter)
að veruleika. Forlag ed átti aldrei að vera annað en eins konar vasa-
forlag, sem gæfi út eftir hentugleikum. Þótt ekki væri formlega
gengið frá verkaskiptingu, féll ráðgjöf, hluti dreifingar, kynning og
einhvers konar bókhald fyrir forlagið brátt í hlut Einars Braga,
meðan Rot sá um allt annað, það er útlit og prentun bóka. Prentun-
in fór fram í ýmsum prentsmiðjum í bænum, þar sem Rot fékk fyrir
velvild prentara og prentsmiðjueigenda að athafna sig um kvöld og
helgar. Með því að nýta úrgangspappír og vinna bækurnar að veru-
legu leyti sjálfur, tókst Rot að halda öllum kostnaði niðri.
Forlag ed var við lýði í tæp fjögur ár, eða til 1961, og var augljós-
lega rekið af nokkrum vanefnum. Samt tókst þeim félögum að gefa
út 18 bækur, bæklinga og plaköt, ekki aðeins eftir sjálfa sig, heldur