Skírnir - 01.04.1988, Síða 81
SKÍRNIR BÓKUMBÓKFRÁBÓK... 67
einnig eftir Sigríði Björnsdóttur,2 Jóhann Hjálmarsson og sviss-
neska listamanninn Paul Talman.
Rot sá um að búa öll þessi verk til prentunar og ganga frá endan-
legu útliti þeirra, og datt þá oftsinnis niður á óvenjulegar lausnir.
Ljóð Einars Braga, í hökli úr snjó (1958) var þrykkt rauðu letri
vinstra megin á langan renning eða plakat, sem hanga átti neðan úr
lofti3. Bók Jóhanns Hjálmarssonar, Rissa (1963), var ekki innbund-
in með venjulegum hætti, heldur hékk hún saman á sterku teygju-
bandi sem smokrað var í gegnum tvö göt kjalarmegin á bókinni og
fest við málmpinna. Þetta var vissulega ódýr lausn, en einnig mjög
við hæfi, þar sem bókin innihélt úrval súrrealískra pennateikninga
Jóhanns, sem fjölritaðar höfðu verið til útgáfu. Vandað band hefði
verið andstætt eðli þessarar bókar.
Bókbandsvanda leysti Rot á annan veg í bók sem hann gaf út
sjálfur eftir bandaríska myndlistarmanninn Alcopley (eiginmann
Nínu Tryggvadóttur) árið 1963 og nefndist You don’t say. Alcop-
ley hafði gert fjölda teikninga á mjóa renninga, sem Rot boltaði ein-
faldlega saman í annan endann og kom fyrir í ílöngu hulstri.4
Fyrsta verk forlags ed var samt að þrykkja fyrsta bókverk Rots,
kinderbuch, sennilega eftir „dummy“ sem Rot hafði haft með sér
frá Kaupmannahöfn. Hann hafði gert þetta bókverk í Bern árið
1954, í þeim tilgangi að gleðja börn góðvinar síns, leikhúsmannsins
og konkretskáldsins Claus Bremer.
Eftir að hafa reynt, án árangurs, að fá verkið gefið út í Bern,
fleygði hann vinnueintaki sínu í á.5 Það var svo ekki fyrr en í Kaup-
mannahöfn, hugsanlega fyrir áhrif bókverka Munaris, að Rot fékk
aftur áhuga á þessu bókverki og setti saman nýtt eintak af því.
Prentunin fór fram í Hólum, og Einar Bragi lýsir henni með svo-
hljóðandi hætti :
(Bókin) var prentuð með klisjum, sem Diter handvann þannig, að hann
skar eða hjó með meitlum gúmmíþynnur og límdi á klossa, geómetrísk
form í mismunandi stærðum, prentuð í bláu, rauðu, gulu, og á sumum síð-
um prentað ofan í. Þetta var óhemjuleg vinna fyrir Diter og olli miklu hug-
arangri, áður en yfir lauk, því prentunin fór að verulegu leyti í handaskol-
um ... nokkur eintök (eitthvað á annað hundrað, minnir mig) voru þó heft
og fá eða engin tvö alveg eins, heldur raðað saman með mismunandi hætti.6