Skírnir - 01.04.1988, Page 83
SKÍRNIR
BÓK UM BÓK FRÁ BÓK . . .
69
Úr konkret í ZERO
. . . ÞRYKKTU uns þú þolir ekki lengur við eða þú missir áhugann, fjar-
lægðu til dæmis og láttu binda inn síður sem prentvélin rasður ekki við
(rifnar, krumpaðar eða fallegar, allt eftir því hvernig á þær er litið) en
fleygðu engu. sértu hundleiður á þessu, prófaðu aðra uppskrift, sértu
hundleiður á öllu, hættu því. viljirðu ekki hætta við, haltu þá áfram uns þú
þolir ekki lengur við.
(Diter Rot — Formáli að bókverkinu „little tentative recipe“
- eftir D. R. og nemendur hans við Watford Scool of Art, London, 1969).
bilderbuch er náfrænka kinderbuch. I bókaskrá Rots er hún sögð
gefin út af honum sjálfum, ekki forlagi ed, árið 1956.1) Vart er hægt
að tala um útgáfu hennar í sama skilningi og útgáfuna á kinderbuch,
þar sem upphaflega voru eintök hennar aðeins þrjú, öll handunnin
af höfundinum sjálfum. Þetta bókverk varð sennilega til í Kaup-
mannahöfn seinni part árs 1956.
Alltént fékk ritstjórn Birtings hana í hendur fyrri hluta ársins
1957, er Rot falaðist eftir vinnu við tímaritið. Einar Bragi lýsir við-
brögðum ritstjórnarinnar :
Ég man glöggt að Hörður (Ágústsson) sagði, þegar hann var búinn að fletta
bókinni: „Þetta er það allra nýjasta í evrópskri myndlist". Mér er þetta svo
minnisstætt vegna þess, að mér brá í brún við að heyra að mitt á meðal okk-
ar væri sjálfur vaxtarbroddur myndlistarinnar í álfunni, án þess við hefðum
svo mikið sem heyrt hann nefndan fyrr. Og við sem töldum okkur boðbera
hins nýjasta og gróskumesta í heimslistinni. . . Þetta var líkast því að vera
gerður heimaskítsmát í skák eftir örfáa leiki.2
Einar Bragi lýsir bilderbuch með eftirfarandi hætti:
„Bókin“ var eins konar faktúrumappa með lausum blöðum, geómetrísk
form skorin í karton, inn á milli glærur í ýmsum litum, og mátti raða blöð-
unum á ýmsa vegu eftir vild.3
Við þetta má bæta, að bókverkið er 24x24 cm. að stærð, síður
þess eru 20 talsins, og formin sem Einar Bragi getur um, eru skorin
jöfnum höndum í hvítan karton og glærur.
bilderbuch er að flestu leyti einfaldari en fyrirrennari hennar.
Síður eru færri og í stað tveggja frumforma notar Rot nú aðeins eitt,
ferninginn, sem skorinn er út en ekki þrykktur, alla bókina í gegn.