Skírnir - 01.04.1988, Síða 84
70
AÐALSTEINN INGÓLFSSON
SKÍRNIR
Frumlitina fjóra notar hann hins vegar alla. Að einu leyti er bilder-
buch mjög frábrugðin fyrra bókverkinu, það er í því að plastglærur
eru notaðar fyrir síður. Að því ég best veit, er þetta í fyrsta sinn sem
plast er notað með þessum hætti í bókverki.
Ekki er fráleitt að ætla að Rot hafi fengið hugmyndina að þessu
verki á auglýsingastofu Halling-Kochs í Kaupmannahöfn, þar sem
ýmiss konar „prufumöppur" lágu frammi, þar á meðal frá fram-
leiðendum á alls kyns plasti, sem þá var að komast í tísku.
En notkun Rots á plastglærum var ekki út í hött. Með þeim gat
hann gengið einu skrefi lengra en í kinderbuch í þá átt að opna flöt
síðunnar, og þar með bókina sem heild.
Sérhver síða er nú ekki lengur afmarkaður flötur sem opnast
stöku sinnum, í útskornum ferningum eða hringjum, þannig að
djarfar fyrir næstu síðum á eftir, heldur gegnsæ og þar með hluti af
síðunum sem bæði eru á undan og eftir. Eina leiðin til að sjá hverja
síðu fyrir sig, í sínum upprunalega lit, er að fjarlægja hana úr sam-
hengi möppunnar og bera hana upp að birtunni. Hver síða „litar“
aðra, frá upphafi bókar til enda. Þannig myndast órjúfanlegt bók-
legt samhengi, í anda þeirrar konkret myndlistar sem stunduð var
í Evrópu mestallan sjötta áratuginn.
Þau bókverk sem fylgja í kjölfar kinderbuch og bilderbuch eru
ólík þeim um margt.
í bókverkum eins og book (1958), bok 2 a (1960), bok 2 b (1961),
bok 4 a (1961) og bok 5 (1961), beitir Rot strangari og reglubundn-
ari formhugsun en í fyrstu bókum sínum.
Tilviljunarkennd niðurröðun á formum víkur fyrir nákvæmum
útreikningum á myndfletinum. Burðargrind flestra þessara nýju
bókverka er samansett úr láréttum og lóðréttum línum, sem rúðu-
strika flötinn allan, skipta honum niður í jafnstórar, skýrt af-
markaðar einingar. Sérhver eining er jafngildi allra annarra eininga
á fletinum. Afleiðingin er meðal annars sú, að útilokað er að greina
á milli forgrunns, miðbiks og bakgrunns í mynd, þar sem hún er
orðin eitt samfellt rými.
Þar með virtist Rot vera búinn að koma reglu á hið „opna kerfi“
sem myndlistin var honum.
Þessi breyting á þankagangi hans fól í sér nokkurs konar uppgjör