Skírnir - 01.04.1988, Page 87
SKÍRNIR
BÓK UM BÓK FRÁ BÓK . . .
73
fellum eru ekki nema nokkrir millimetrar á breidd, en upp í 10-14
cm. á lengd, án þess að fatast, rífa á milli eða skera út úr hornum.
Eftir þær viðtökur sem kinderbuch fékk í Reykjavík, voru þeir
Rot og Einar Bragi ekki að hafa fyrir því að setja book á markað hér
á landi. Vinir og kunningjar þeirra fengu fregnir af verkinu og
nokkur eintök lentu í fórum þeirra, en flest eintökin sendi Rot úr
landi.2
Næstu bókverk Rots í svipuðum dúr, bok 2 a, bok 2 b, bok 4 a
og bok 5, eru byggð upp með ólíkum hætti. Oll eru þau þrykkt í
svart/hvítu, á tvöfaldan, samanbrotinn pappír og síðan spíralheft,
þannig að svigrúm skoðandans til að hagræða síðum er mjög skert,
ef ekki úr sögunni.
Tvö fyrstnefndu bókverkin eiga augljóslega saman, bæði hvað
grunnform og úrvinnslu þeirra varðar. Bæði eru þau þrykkt í
venjulegum blýsats (mónótýpu) sem þá (1960) var að syngja sitt
síðasta í íslenskum prentsmiðjum.
Frumeining beggja bókverka er hin sama, þankastrikið, örmjótt
í bok 2 a, breitt í bok 2 b. Þessi þankastrik eru endurtekin uns þau
mynda brotnar línur sem þrykktar eru bæði lárétt og lóðrétt á sama
fleti. I fyrra bókverkinu mætast brotalínurnar við ímyndaða línu
sem liggur skáhallt neðan úr vinstra horni síðunnar, upp í hægra
horn efst á henni.
I síðara bókverki liggja þessi mörk skáhallt úr efra horni vinstra
megin, niður í neðra horn hægra megin.
Það sem gerist í báðum þessum bókverkum, er einfaldlega að
höfundur bætir fleiri og fleiri brotalínum inn í mynstrið, sem fyrir
vikið verður þéttara og dekkra eftir því sem síðum er flett, og þétt-
ast um miðbik hvers bókverks. Þá rofar til, mynstrið gisnar og í
lokin er það aftur orðið eins og í upphafi, nema hvað skálínan sem
skiptir mynstrinu liggur nú á hinn þverveginn.
Út úr þessu einfalda kerfi fær Rot glettilega mörg tilbrigði, með-
al annars með því að þétta mynstur á hverri síðu ójafnt, þannig að
fjórðungur hennar er til dæmis orðinn dökkur, meðan hinir þrír
fjórðu hennar eru enn gisnir. Þannig tekst Rot að gefa til kynna
bæði hreyfingu og vídd.
I bókaskrá sinni getur Rot ekki um hvar fyrra bókverkið var
prentað, en með bok 2 b fylgja þær upplýsingar, að hún hafi orðið