Skírnir - 01.04.1988, Page 90
76
AÐALSTEINN INGÓLFSSON
SKÍRNIR
jafnhliða, og strikin halda sömu breidd allt í gegn. Grunnformin
mynda jafnhliða fimmhyrning (pentagon), sem er stórum einfald-
ara „megaform" en hinn sérstæði tí-hyrningur í bok 4 a, og fram-
vinda þessa myndkerfis er ofur læsileg og rökrétt, en þó langt frá
því að vera augljós.
Bókverkið hefst og endar á einum þríhyrningi, en þess á milli
blöðum við í gegnum 29 opnur. A hverri opnu er að finna andstæð-
ur innan sama kerfis: heilan fimmhyrning og sama form í sköpun.
Það sem gerist, er að öðrum megin á opnunni dekkist fimmhyrn-
ingurinn stöðugt, en hinum megin lýsist hann. Við miðju bókverks
skeður hið gagnstæða, ljósi fimmhyrningurinn fer að dökkna en sá
dökki að lýsast. Smátt og smátt hverfa síðan ljósu fimmhyrn-
ingarnir með öllu, uns aðeins einn er eftir. Þá er fimmhyrningurinn
á móti aftur orðinn dökkur.
bok 5 er síðasta bókverk Rots í anda kerfishugsunar, hið síðasta
þar sem höfundur beitir samræmdu kerfi afstrakt forma allt í gegn.
Hins vegar fylgir hugmyndin um kerfið Rot lengi vel, jafnvel til
þessa dags, um myndverkið sem breytilegt kerfi, og um listsköpun
sem lauslegt kerfi valkosta.
Risabækur og pínubækur
UM MYNDLIST:
Tak einhvern hlut og settu á annan
Tak einhvern hlut og settu á 2 aðra hluti
Tak einhvern hlut og settu á 3 aðra hluti
Tak einhvern hlut og settu á 4 aðra hluti
Tak einhvern hlut og settu á 5 aðra hluti
Tak einhvern hlut og settu á 6 aðra hluti
Tak einhvern hlut og settu á 7 aðra hluti. . .
Seldu hvenær sem er.
(Diter Rot - Úr „snow“, 1964, Gesammelte
Werke, 11 bindi)
Með bok 3 a verða tímamót í bókagerð Rots. Gefum Einari Braga
orðið:
Enn hef ég ekki nefnt „blaðabækur“, sem hann gerði á samstarfsárum okk-
ar og bera munu útgáfunafn forlags ed. Þær voru tilkomnar með þeim