Skírnir - 01.04.1988, Qupperneq 92
78
AÐALSTEINN INGÓLFSSON
SKÍRNIR
En ef allar lausnir voru jafn marktækar, hverja þeirra átpi lista-
maðurinn að nota, láta binda inn, gefa út? Að „velja“ virtist von-
laust verk.
Rot hjó á hnútinn með því að afsala sér valfrelsinu að hluta. Ef
allar lausnir voru jafn gjaldgengar, gat hann þess vegna leyft sér að
binda inn hvaða efni sem honum þóknaðist, jafnvel blöð og tímarit
sem urðu á vegi hans í prentsmiðjum, úrgangspappír, sem prentar-
ar nefndu „skít úr vélunum".
Ut af fyrir sig er skoðandanum frjálst að líta þessar „blaðabæk-
ur“ sömu augum og mörg fyrri bókverk Rots, sem veislu fyrir aug-
að, og fylgjast með því sjónarspili sem á sér stað í þeim.
Afgangs arkir af póstkortum, síður úr litabókum, niðursneydd
og götuð dagblöð og hasarblöð, — hrifsað úr sínu upprunalega sam-
hengi fær þetta efni nýtt, hálf-afstrakt sjóngildi, eða liggur einhvers
staðar á mörkum hins læsilega og ólæsilega.
Samt er trúa mín að fyrir Rot hafi þessi bókverk haft hugmynda-
lega þýðingu, konseptúela, fyrst og fremst, ekki sjónræna. Utlit
þeirra, þyngd, umfang, síðufjöldi, og svo framvegis, skiptir hann
minna máli en sú ákvörðun að skapa þær með þessum hætti, úr
fundnu efni og af handahófi. Með þeirri ákvörðun má segja að nýtt
skeið hefjist á listferli Rots öllum, ekki aðeins í bókverkagerð hans.
Listamaður gerir sjaldnast róttækar breytingar á vinnuaðferðum
sínum nema fyrir brýna þörf. Og þörfin var vissulega fyrir hendi
hjá Rot, eins og minnst er á hér að framan. En oft er það fyrir tilstilli
annarra listamanna, áhrif frá þeim, að tiltekinn listamaður herðir
sig upp í að breyta til.
Rot segir sjálfur, að kunningi hans, Jean Tinguely, hafi óbeint
orðið til þess að umturna þeim hugmyndaheimi sem hann hafði
hrærst í allan sjötta áratuginn :
Eg sá sýningu á dóti eftir hann í Kunsthalle í Bern, 1960 ... Oll verk Ting-
uelys voru hreyfanleg, ryðguð og skemmd, duttu í sundur. Þá fékk ég
sjokk. Ég sá að það þýddi ekki lengur að gera svona fína og nákvæma hluti
eins og ég hafði gert. Og þá sneri ég við blaðinu.2
Ekki verður heldur hjá því komist að nefna Marcel Duchamp og
hugmyndir hans í tengslum við „blaðabækur" Rots. Á öðrum ára-
tug aldarinnar hafði Duchamp andmælt kenningunni um hina