Skírnir - 01.04.1988, Page 98
SKÍRNIR
84 EYJÓLFUR KJALAR EMILSSON
a. m. k. enn ógurlegra en ella ef það brytist út; og af þessu draga
menn eðlilega þá ályktun að eitthvað sé athugavert við fælingar-
stefnuna.
Hér á eftir mun ég rökstyðja þá skoðun að síðarnefnda sjónar-
miðið sé í höfuðatriðum rétt. Sýnt verður fram á að hvort heldur
frá sjónarhóli siðferðis eða skynsemi séu brestir í fælingarstefn-
unni. Slík gagnrýni er raunar engan veginn ný af nálinni, og það
verður því ekki margt frumlegt sem hér verður borið á borð. Hins
vegar hefur ekki farið mikið fyrir slíkri umræðu hérlendis, og því
kannski minni ástæða til að sækjast eftir alveg frumlegum efnistök-
um en ella. Eg sæki mest í eitt rit, The Logic of Deterrencef eftir
breska heimspekinginn Anthony Kenny. Megindrættir þeirrar
rökfærslu sem hér birtist eru þaðan teknir.
I
Fyrst er að huga örlítið að stríði og siðferði almennt. Sú skoðun
heyrist að siðferðilegar hömlur eigi ekki neinn rétt á sér í stríði, að
stríð sé þess eðlis að vangaveltur um siðferðilegt réttmæti þess sem
gert er hljóti að víkja til hliðar. Kunnasti talsmaður þessa viðhorfs
er án efa Prússinn Carl von Clausewitz (1780-1831). Hann segir:
Nú geta talsmenn mannúðar sem hægast ímyndað sér að til sé einhver
snjöll aðferð til að afvopna og yfirbuga andstæðing án mikilla blóðsúthell-
inga, og að þetta sé hin rétta viðleitni hernaðarlistarinnar. En hversu
skynsamlegt sem þetta kann að virðast, er það eigi að síður villa sem upp-
ræta verður. Því í slíku hættuspili sem stríð er, eru verstu mistökin þau sem
rekja má til anda góðvildar. [. . . Hinir stríðandi aðilar] neyta ýtrustu ráða
sem engin takmörk eru sett önnur en mótstöðuafl andstæðingsins.6
Þetta kann að hljóma sennilega, a. m. k. sem raunsæ alhæfing út
frá stríðsrekstri sem við þekkjum úr mannkynssögunni. Vitum við
ekki öll að svona hafa stríð verið, svona eru þau og svona munu þau
verða, og því tilgangslaust að reyna að ímynda sér annað? Kannski
virðist okkur það, en það væri eigi að síður rangt: þrátt fyrir öll
grimmdarverkin, er þetta einfaldlega sögulega rangt; mörg stríð
hefðu getað stigmagnast í átt til miklu meiri grimmdar en þau gerðu
í raun og veru, hefðu aðilar kosið svo; en þeir kusu að gera það