Skírnir - 01.04.1988, Page 103
SKÍRNIR
FÆLINGARSTEFNAN
89
veru að ofbeldi leiði aldrei til annars en meira ofbeldis. Þetta er að
vísu oft alveg hárrétt, og það ber að taka tillit til þeirrar staðreynd-
ar. En þetta er örugglega ekki fortakslaust rétt, og það væri
heimskulegt að gefa sér að svo sé. Þess vegna er alger og skilyrðis-
laus friðarstefna röng að mínum dómi. Þetta mál er hins vegar allt
mun snúnara en hér hefur verið gefið í skyn. Afstaða margra sem
kalla sig friðarsinna er í raun sú að styrjaldir nú á dögum séu þess
eðlis að reglur um réttlátt stríð séu og verði áreiðanlega þverbrotn-
ar, bæði af andstæðingunum og þeirra eigin herstjórnendum og
foringjum; því vilji þeir hvergi koma nærri hermennsku eða stríðs-
rekstri. Þetta er sjónarmið sem ber að taka mjög alvarlega.
Hin afstaðan sem ég nefndi áðan var sú að sá sem hefur góðan
málstað í stríði, þurfi ekki að hafa þungar áhyggjur af siðferðilegu
réttmæti þess sem hann gerir í þágu þess málstaðar, með öðrum
orðum, að tilgangurinn helgi meðalið. Hljótum við ekki að vega og
meta hvað gott hlýst af gerðum okkar, og ef við getum ekki gert hið
góða sem við viljum nema með meðulum sem hafa í för með sér
eitthvað illt, vegur þá ekki hin góða útkoma sem fæst þar upp á
móti? Þetta er hugsunarháttur sem að vísu á rétt á sér í sumum til-
vikum, en reglan „tilgangurinn helgar meðalið“ er þó með öllu
ótæk sem almennt leiðarljós. Ástæðan er sú sem Kenny nefnir að
„við vitum miklu betur að tiltekin meðul eru ill en að tiltekin
markmið séu góð, og þegar við gerum illt svo að gott hljótist af, þá
er hið illa sem við gerum miklu vísara en hið góða sem við vonumst
eftir".
II
Það er óhugsandi að kjarnorkustríð við aðstæður eitthvað áþekkar
þeim sem nú eru í heiminum geti verið réttlátt stríð. I fyrsta lagi þá
er engin góð von um sigur. I öðru lagi þá felur slíkt stríð í sér fjölda-
morð og limlestingar á óbreyttum borgurum sem hermönnum. Að
öllum líkindum yrðu drápin og limlestingarnar í þeim mæli að fyrri
styrjaldir eða náttúruhamfarir yrðu sakleysislegar í samanburði.
Kjarnorkuárásir á borgir og raunhæfar stórárásir á hernaðarmann-
virki andstæðingsins væru glæpur gegn mannkyni í skilningi
Nurnbergdómstólsins sem fjallaði um mál helstu stríðsglæpa-