Skírnir - 01.04.1988, Page 105
SKÍRNIR
FÆLINGARSTEFNAN
91
hefur orðið fyrir mjög magnaðri árás er allt tapað sem tapast getur
og möguleikinn á einhverri hjálp sem annars kynni að vera fáanleg
myndi sennilega glatast að fullu. Ef eyðileggingin væri að vísu mik-
il en þó umtalsverður hluti uppistandandi, myndi gagnárás senni-
lega gera það líklegra að andstæðingurinn gerði endanlega út um
mann á eftir.
Samkvæmt þessu er beiting kjarnorkuvopna ekki raunhæfur
kostur í neinu tilliti. Er þá nokkur siðfræðilegur vandi hér á ferð-
inni, sem vert er að eyða mörgum orðum að: kjarnorkustyrjöld
væri siðferðilegur glæpur og að auki væri það hrein heimska frá
eiginhagsmunasjónarmiði að leggja út í slíka styrjöld, og þetta vita
allir- eða hvað?
Nú vill svo til að bæði stórveldin hóta að beita kjarnorkuvopn-
um. Sovétmenn hafa að vísu lýst því yfir að þeir muni aldrei verða
fyrri til þess, en allt um það er vopnatilbúnaður þeirra í sjálfu sér
óbein en skýr hótun um að við einhverjar aðstæður myndu þeir
beita þeim. Og hvað Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið varðar,
þá er slík hótun yfirlýst stefna, og þessir aðilar virðast ekki útiloka
þann kost að verða fyrri til.
En nú var það niðurstaðan áðan að það geti aldrei verið álitlegur
kostur að nota kjarnorkuvopn, hvorki að fyrra bragði né til að
endurgjalda þvílíka árás, jafnvel frá hreinu hernaðarlegu sjónar-
miði. Sé þetta rétt, vakna alls konar erfiðar spurningar fyrir þann
sem hyggst fæla andstæðing sinn frá árás með því að hóta því að
kasta á hann kjarnorkusprengjum. Ein spurningin er um trúverð-
ugleika slíkrar hótunar: hvernig getur hótun um að taka þennan
kost verið trúverðug fyrst hann er svona óskynsamlegur? Onnur er
um siðferðilegt réttmæti slíkrar hótunar: ef það er glæpur gegn
mannkyni að beita kjarnorkuvopnum er það þá ekki líka glæpur að
hóta því að gera það? Þessum spurningum ætla ég nú að leitast við
að svara.
Fyrst um trúverðugleikann. Ef það væri óskynsamlegt fyrir mig
að taka einhvern kost og andstæðingur minn veit það og veit að ég
veit það, þá virðist hótun mín um að taka hann ekki trúverðug. Og
er ekki ótrúverðug hótun einfaldlega misheppnuð hótun, því ef
okkur virðist mjög ósennilegt að hótun verði framfylgt þá hefur
hún ekki áhrif á okkur? Ein leið til að bregðast við þessum trúverð-