Skírnir - 01.04.1988, Page 106
92
EYJÓLFUR KJALAR EMILSSON
SKIRNIR
ugleikavanda er sú að segja sem svo: „Ef ég get ekki verið trúverð-
ugur, þá geri ég mig bara þeim mun ógurlegri.“ Það er svolítið vit
í þessu: markmið hótunar eða fælingar er að gera andstæðinginn
hræddan þannig að hann þori ekki í okkur. Otti ræðst af tvennu:
annars vegar meintum líkum á að eitthvað slæmt sé yfirvofandi og
hins vegar því hversu slæmur hluturinn er talinn vera. Ef hann er
nógu hræðilegur, verðum við hrædd þó að hann sé ekki sérstaklega
líklegur. Þetta hygg ég að sé kjarninn í stefnunni um vísa gagn-
kvæma eyðileggingu (Mutual Assured Destruction, skammstafað
MAD). Þessi stefna felst í því að hóta gereyðingarárás, einkum á
borgir andstæðingsins. Hún er fyllilega gagnkvæm ef hvor aðili
getur endurgoldið með gereyðingu hvenær sem er, jafnvel sá sem
þegar hefur orðið fyrir gereyðingarárás. Það er mikilvægt, ef þessi
stefna á að virka, að hvorugur aðilinn sé vel varinn gegn kjarnorku-
árásum. Því varnir draga úr áhrifamætti ógnunarinnar.9
Stefna vísrar gereyðingar er að ég hygg enn hornsteinninn í hern-
aðarstefnu beggja stórveldanna. Hvað Bandaríkin varðar var þetta
eina stefnan fram yfir 1970. A áttunda áratugnum fóru þeir að hug-
leiða fleiri kosti. Eigi að síður sagði William Odom hershöfðingi og
ráðgjafi Carters fyrrum Bandaríkjaforseta að stefnan á áttunda
áratugnum hafi einungis leyft tvo kosti sem viðbrögð við
kjarnorkuárás: „að láta 70-80% af sprengiafli okkar fara í einu
gríðarhöggi eða sitja kyrr og segja, ,Gerið ekkert, við látum bara
höggið falla á okkur‘“.10 Margir, jafnvel margir annars siðferðilega
hugsandi menn, eru hallir undir þessa stefnu. Oldungadeildarþing-
mennirnir Kennedy og Hatfield ganga að henni vísri í bók sinni um
stöðvun kjarnorkuvígbúnaðar, þó að þeir dragi í efa margt í stefnu
stjórnar sinnar í vígbúnaðarmálum.11
Tvennt má telja stefnunni um vísa gagnkvæma gereyðingu til
tekna: hún felur í sér viðurkenningu þess að tómt mál sé að tala um
sigur í kjarnorkustyrjöld, og samkvæmt henni ætti að vera hægt að
stöðva vígbúnaðarkapphlaupið; það sem nægir til að geta lagt
andstæðinginn í rúst nægir. Hún er hins vegar fullkomlega siðlaus,
vegna þess að með henni er hótað að myrða skuli drjúgan hluta
mannkyns. Því sé hótunin marktæk, þá er sá sem hótar reiðubúinn
að myrða milljónir og láta myrða milljónir, kannski fjórðung til
helming mannkyns. Ætti nokkur maður nokkurn tíma að vera