Skírnir - 01.04.1988, Side 107
SKÍRNIR
FÆLINGARSTEFNAN
93
reiðubúinn til þess? Svarið er, „nei“. Engin verðmæti eru slíkrar
fórnar virði.
Ef þessi stefna virkar, þá er það vegna þess að það tekst að fá
andstæðinginn til að trúa því að líkur séu til að staðið verði við hót-
unina. Hugsum okkur að hér sé um að ræða „okkur“ og „þá“. Þeir
vita að það væri lítið vit í því fyrir okkur að standa við hótunina:
þeim sem þegar hefur orðið fyrir gereyðingarárás eða er í þann veg-
inn að verða fyrir henni og getur ekki komið í veg fyrir hana, er
enginn hagur í að leggja andstæðinginn í rúst. Þetta vita þeir að við
vitum. Þeir eiga tveggja kosta völ í að túlka hótun okkar: annars
vegar kynnu þeir að álykta að við myndum aldrei standa við hótun-
ina, þar sem það væri hreint brjálæði. Ef þeir myndu svo haga sér
samkvæmt þessari ályktun þá hefur stefnan brugðist. Hins vegar
kynnu þeir að álykta sem svo að þar sem það sé staðreynd að við
trúum á fælingarstefnuna, sem þýði að við viljum láta þá trúa því að
við myndum endurgjalda kjarnorkuárás í sömu mynt, þá hljótum
við að hafa ákveðið að endurgjalda gereyðingarárás í sömu mynt,
hversu tilgangslaust, heimskulegt og fólskulegt sem það sé. Með
öðrum orðum, hugmyndin um fælingu með hótun um gagnkvæma
gereyðingu byggist á því að okkur takist að telja þeim trú um að við
myndum haga okkur heimskulega. En slík hótun getur ekki verið
fyllilega trúverðug, og stefnan sem á henni byggist er því ótraust að
sama skapi: því ótrúverðugri sem hótunin er þeim mun ótraustari
er stefnan. Ef um væri að ræða aðila sem gætu reitt sig á skynsamleg
viðbrögð hvor annars, myndi hótunin um að endurgjalda gereyð-
ingu ekki hrífa til að aftra neinum frá neinu.
Sá sem hyggst fæla aðila sem ræður yfir kjarnorkuvopnum með
hótun um gereyðingu, á sem sagt ekki einungis við siðferðisvanda
að etja heldur líka trúverðugleikavanda. Það mun einkum hafa ver-
ið síðarnefndi vandinn sem leiddi til þess að Vesturveldin hófu að
endurskoða stefnuna um gereyðingu og tóku upp aðra stefnu að
auki, því gereyðingarstefnan er enn í gildi. Samkvæmt hinni nýju
stefnu ber að miða á hernaðarmannvirki fremur en borgir, og hún
byggist á svonefndum sveigjanlegum viðbrögðum, þ. e. að til séu
fleiri en einn kostur, helst margir, á því að nota kjarnorkuvopn.
Gereyðingin heldur svo líka fullu gildi sem þrautalending. Þetta er
trúverðugri fælingarstefna en stefnan um vísa gereyðingu að því