Skírnir - 01.04.1988, Page 108
94
EYJÓLFUR KJALAR EMILSSON
SKÍRNIR
leyti að það er út af fyrir sig augljós hagur stríðsaðila að eyða vopn-
um hins. Því ætti að vera auðveldara að fá andstæðinginn til að trúa
því að manni sé alvara. En þessi stefna hefur eigin brotalamir.
I fyrsta lagi, ef trúverðugleiki er markmiðið, þá hlýtur meiri trú-
verðugleiki að vera betri en minni. Aðili sem vill skapa virkilega
trúverðuga hótun um að hann myndi beita kjarnorkuvopnum gegn
hernaðarmannvirkjum, má ekki hugsa smátt og vera hikandi. Að
mati Davids Lewis, þá má ekki leika mikill vafi á því að við teljum
að eitthvað væri unnið með því að nota vopnin:
Það tjóaði lítið að lýsa yfir svofelldri skoðun eða sýna þess merki á annan
hátt að maður hafi hana: „Við teljum að árásir á hernaðarmannvirki myndu
færa okkur dálitlar líkur á að draga dálítið úr því gífurlega tjóni sem við og
bandamenn okkar kunnum að verða fyrir. Við gerum okkur ljósa grein fyr-
ir hættunni á að slíkur hernaður hafi ekki tilætluð áhrif, eða að hann kynni
að bjóða heim frekari árásum á okkur, eða að hann myndi tefja eða hindra
vopnahlé. Samt teljum við, að þegar allt kemur til alls sé slíkur hernaður
reynandi."12
Nei, trúverðugleiki í þessum skilningi krefst mikils og góðs her-
afla. Hversu mikill og góður þarf hann að vera? Hann þarf að vera
herafli sem gæti sýnst gera það fýsilegan kost að verða fyrri til að
eyða mestu af vopnum óvinarins í einu höggi. Slík árás yrði aldrei
gerð án gífurlegra blóðsúthellinga á saklausum borgurum,13 og að
auki verka allir tilburðir sem túlka má sem viðleitni til að geta orðið
fyrri til sem hvati fyrir hinn til að reyna slíkt hið sama. En fleira býr
í nýju stefnunni. Hugmyndin um sveigjanleg viðbrögð sem slík fel-
ur ekki í sér viðleitni til að öðlast getu til að verða fyrri til. En hún
býður heim meiri freistingu til að nota kjarnorkuvopn, vegna þess
að notkun á litlum vopnum á vígvelli virðist ekki eins afdrifarík og
notkun á stórum vopnum gegn borgum, og það er ekki sjálfgefið að
slíkri notkun yrði svarað með stórárás, það veltur á and-
stæðingnum. Þess vegna gæti það verið freistandi að beita slíkum
vopnum til að þrýsta á andstæðinginn, fremur en í beinum hernað-
arlegum tilgangi. Utkoman úr því væri að sjálfsögðu fullkomlega
óviss, og enginn hefur getað fært sannfærandi rök fyrir því að slíkt
merkjamál með kjarnorkusprengjum færi ekki fullkomlega úr
böndum. Enda, hvað gæti slíkt skeyti sem andstæðingnum berst