Skírnir - 01.04.1988, Side 115
SKÍRNIR
ÍSLENSK ÖRYGGISSTEFNA
101
I
Hvers vegna íslandi var boðin aðild að Atlantshafsbandalaginu
Ljóst er af bandarískum leyniskjölum frá árinu 1949, að ástæðurn-
ar fyrir því, að frumkvöðlar að stofnun NATO voru áfjáðir í að
bjóða íslandi aðild, var hernaðarlegt mikilvægi landsins á Norður-
Atlantshafssvæðinu. Þetta kemur til dæmis mjög greinilega fram í
leyniskjali, sem dagsett er í Washington 29. júlí 1949 og birt 1975
undir nafninu „Afstaða Bandaríkjanna vegna öryggishagsmuna
Bandaríkjanna og Norður-Atlantshafssvæðisins á íslandi".
í lok þessa skjals segir svo:
10. Oryggi Bandaríkjanna og Norður-Atlantshafssvæðisins kallar eftir
því, að aðstaða verði til staðar á íslandi til notkunar fyrir bandaríska
herinn og bandamenn hans, ef óvænt hættuástand skapast, og að haldið
verði áfram að fyrirbyggja að óvinveittir herir og hugsanlegir árásar-
aðilar geti notfært sér aðstöðu á íslandi.
11. Utanríkisráðuneytið ætti að semja og byrja strax að framkvæma
starfskrá með því markmiði að draga úr veikleika íslensku ríkisstjórn-
arinnar gagnvart kommúnisku valdaráni.
12. Alríkisherinn ætti að gera áætlanir, þar á meðal áætlanir um þann
möguleika að senda bandarískar hersveitir til íslands, til þess að vernda
öryggishagsmuni Bandaríkjanna og Norður-Atlantshafssvæðisins á
íslandi ef til hættuástands kæmi.1
Hér eru á ferðinni gamalkunnar hugmyndir Bandaríkjamanna
um herstöðvar á íslandi, sem fram höfðu komið í ýmsum myndum
1941, 1943, 1945 og fram til 1946, að Keflavíkursamningurinn var
gerður. Skjalið sýnir einnig ótvírætt, að Bandaríkjamenn höfðu
áhuga á að fá ísland í NATO fyrst og fremst vegna öryggishags-
muna Bandaríkjanna og Norður-Atlantshafssvæðisins. Varanlegar
bandarískar herstöðvar á íslandi voru greinilega einn liður í áætl-
unum yfirherráðsins í Washington. Þegar tekið er tillit til þróunar
öryggismála í Evrópu á þessum tíma, verður samt sem áður greini-
legt, að eigingjarnir öryggis- og varnarhagsmunir Bandaríkjanna
sjálfra fóru saman með bestu varnar- og öryggishagsmunum ís-
lands og vestrænu lýðræðisþjóðanna, sem að Atlantshafsbandalag-
inu stóðu.
Af skjalinu má ráða, að Bandaríkjamenn höfðu á árinu 1949
meiri áhyggjur af því, sem í dag er nefnt innra öryggi, heldur en af